Fótbolti

Gangið í lið með mér eða látið lífið

NordicPhotos/GettyImages

Claudio Ranieri byrjaði ekki glæsilega í þjálfarastarfi sínu hjá ítalska liðinu Parma, því í dag var hann látinn biðjast afsökunar á harkalegum yfirlýsingum sínum á blaðamannafundinum þegar hann tók við liðinu.

Ranieri bíður gríðarlega erfitt verkefni að halda liði Parma í A-deildinni þar sem liðið er í næst neðsta sæti og hefur spilað skelfilega í vetur. Hann blés því í herlúðra á blaðamannafundinum á mánudaginn þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

"Ég tek enga fanga, skil engan eftir meiddann - þið fylgið mér eða látið lífið," sagði Ranieri og notaði stríðslíkingar til að gera viðstöddum það ljóst að hann ætlaði að bjarga liðinu frá falli - en til þess þyrftu allir að leggjast á eitt. Ranieri baðst í dag afsökunar á grófum líkingum sínum.

"Ég var nú bara að nota líkingamál til að koma mönnum í skilning um að nú yrðu menn að bretta upp ermarnar ef þeir ætluðu að sleppa við fall. Það er kominn nýr forseti hjá félaginu og framtíðin er björt - en þau plön fjúka út um gluggann ef við föllum," sagði Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×