Menning

Íslensk tískuhönnun brúar bil milli borga

Á sýningunni Íslensk tískuhönnun sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu af forsætisráðherra Geir H. Haarde 29. júní 2006 sést að íslensku hönnuðurnir tíu, sem þar sýna verk sín, sækja innblástur í náttúruna og andstæður hennar. Mýkt og harka, birta og myrkur, fínleiki og grófleiki endurspeglast í ögrandi og sjálfstæðri hönnun sem að margra mati er með því flottasta sem sést í heiminum í dag. Sýningin stendur til 27. febrúar.

Sýningin kom hingað til Reykjavíkur frá Köln þar sem hún hafði verið á listahátíðinni Islandsbilder í nóvember 2005, sem íslensk stjórnvöld stóðu að. Sýningin flyst aftur til Þýskalands, í þetta skipti til Berlínar. Þar ríkir nýsköpun í lista- og menningarlífi og ólgandi sköpunarkraftur íslenskra hönnuða mun eflaust njóta sín þar í borg.

Sýningarstjórinn Matthias Wagner K brúar bilið milli borganna og setur sýninguna upp á hverjum stað. Síðustu daga sýningarinnar hér í Þjóðmenningarhúsinu setja hönnuðurnir upp nýja fatalínu sem fylgir sýningunni yfir brúna til Berlínar. Matthias Wagner K er staddur hér á landi dagana 23. - 28. febrúar til þess að fylgja sýningunni frá Reykjavík til Berlínar.

Sýningin verður opnuð í Felleshus, sameiginlegum sýningarsal sendiráða Norðurlandanna í Berlín þann 14. mars nk. og stendur til 3. maí. Þar verður hún hluti sýningar um íslenska tísku og hönnun því auk fatnaðar verða sýnd húsgögn og munir eftir íslenska hönnuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.