Vinstri grænt sækir á 26. febrúar 2007 11:45 Fram til þessa hefur mynd komandi kosningabaráttu um margt verið óskýr. Fleiri pólitísk spurningamerki hafa verið á lofti en oftast áður á sama tíma í aðdraganda kosninga. Þessi mynd er þó smám saman að skýrast. Eigi að síður er það svo að margt getur breyst á þeim ellefu vikum sem eru til kosninga. Spádómar um úrslit eru því óvissu háðir. Skoðanakannanir benda hins vegar til þess að Vinstri grænt hafi sótt svo mjög í sig veðrið að líkurnar á því að stjórnarandstöðuflokkarnir nái meirihluta hafa styrkst til muna. Enn sem komið er virðist Samfylkingin ekki hafa náð því kjörfylgi sem hún fékk við síðustu kosningar. Margt bendir þó til að hún geti tryggt sér aðild að næstu ríkisstjórn án tillits til þess hvort hún tapar eða vinnur þegar á kosningahólminn er komið. Framsóknarflokkurinn hefur minnkað það mikið að Samfylkingin sýnist hafa fyllt það rúm sem hann hafði áður. Það færði Framsóknarflokknum um langan tíma þá stöðu að geta í flestum tilvikum haft úrslitaáhrif á hvort mynduð yrði borgaraleg stjórn eða vinstri stjórn án tillits til þess hvort flokkurinn var að tapa eða vinna. Þegar Samfylkingin tekur þessa stöðu aukast líkurnar á varanlegri stjórnarsetu hennar. Á móti kemur að hún verður ekki það stóra mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem henni var ætlað í upphafi. Á landsfundi Vinstri græns um liðna helgi lýsti formaðurinn því mjög afdráttarlaust yfir að kosningarnar ættu ekki að snúast um það hvaða annar flokkur en Framsóknarflokkurinn ætti að tryggja áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Með þessari yfirlýsingu hefur hann slegið mjög ákveðið á vangaveltur um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar að því kemur að meta hvort Samfylkingin er líklegri til þess að vinna til hægri eða vinstri eru það einkum tvö atriði sem koma til álita. Í fyrsta lagi liggur fyrir yfirlýsing stjórnarandstöðuflokkanna um að kanna stjórnarmyndunarmöguleika nái þeir meirihluta. Í þessu felst ekki skuldbinding. Samfylkingin yrði hins vegar að finna sérstök rök fyrir því að róa á önnur mið. Í þessu samhengi er einnig augljóst að árangur Vinstri græns annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar geta ráðið miklu hér um. Reynslan frá tíma Framsóknarflokksins í þessari stöðu sýnir að það fór mjög eftir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Alþýðubandalagið voru að styrkja stöðu sína hvar framsóknarmönnum þótti öruggara að leggja lóð sín. Að þessu virtu fara líkur á vinstri stjórn vaxandi eins og sakir standa. Reyndar benda tvær skoðanakannanir í röð til að Samfylkingin og Vinstri grænt séu ekki fjarri því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Það væri nýlunda. Annað í þessari mynd vekur athygli. Stjórnarflokkarnir hafa það sem af er þessu ári gengið nokkuð á mjög takmarkaðan fjárlagaafgang. Stjórnarandstöðuflokkarnir eyddu honum hins vegar öllum með sameiginlegum tillögum við fjárlagaafgreiðsluna sem kynntar voru sem upphaf nýrrar fjármálastefnu þeirra. Frá fjárlagaafgreiðslunni í desember hafa stjórnarandstöðuflokkarnir aukið útgjaldaloforð sín verulega. Alvarleg vandamál í ríkisrekstrinum eru því að verða ein skýrasta línan í nýju myndverki stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Fram til þessa hefur mynd komandi kosningabaráttu um margt verið óskýr. Fleiri pólitísk spurningamerki hafa verið á lofti en oftast áður á sama tíma í aðdraganda kosninga. Þessi mynd er þó smám saman að skýrast. Eigi að síður er það svo að margt getur breyst á þeim ellefu vikum sem eru til kosninga. Spádómar um úrslit eru því óvissu háðir. Skoðanakannanir benda hins vegar til þess að Vinstri grænt hafi sótt svo mjög í sig veðrið að líkurnar á því að stjórnarandstöðuflokkarnir nái meirihluta hafa styrkst til muna. Enn sem komið er virðist Samfylkingin ekki hafa náð því kjörfylgi sem hún fékk við síðustu kosningar. Margt bendir þó til að hún geti tryggt sér aðild að næstu ríkisstjórn án tillits til þess hvort hún tapar eða vinnur þegar á kosningahólminn er komið. Framsóknarflokkurinn hefur minnkað það mikið að Samfylkingin sýnist hafa fyllt það rúm sem hann hafði áður. Það færði Framsóknarflokknum um langan tíma þá stöðu að geta í flestum tilvikum haft úrslitaáhrif á hvort mynduð yrði borgaraleg stjórn eða vinstri stjórn án tillits til þess hvort flokkurinn var að tapa eða vinna. Þegar Samfylkingin tekur þessa stöðu aukast líkurnar á varanlegri stjórnarsetu hennar. Á móti kemur að hún verður ekki það stóra mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem henni var ætlað í upphafi. Á landsfundi Vinstri græns um liðna helgi lýsti formaðurinn því mjög afdráttarlaust yfir að kosningarnar ættu ekki að snúast um það hvaða annar flokkur en Framsóknarflokkurinn ætti að tryggja áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Með þessari yfirlýsingu hefur hann slegið mjög ákveðið á vangaveltur um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar að því kemur að meta hvort Samfylkingin er líklegri til þess að vinna til hægri eða vinstri eru það einkum tvö atriði sem koma til álita. Í fyrsta lagi liggur fyrir yfirlýsing stjórnarandstöðuflokkanna um að kanna stjórnarmyndunarmöguleika nái þeir meirihluta. Í þessu felst ekki skuldbinding. Samfylkingin yrði hins vegar að finna sérstök rök fyrir því að róa á önnur mið. Í þessu samhengi er einnig augljóst að árangur Vinstri græns annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar geta ráðið miklu hér um. Reynslan frá tíma Framsóknarflokksins í þessari stöðu sýnir að það fór mjög eftir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Alþýðubandalagið voru að styrkja stöðu sína hvar framsóknarmönnum þótti öruggara að leggja lóð sín. Að þessu virtu fara líkur á vinstri stjórn vaxandi eins og sakir standa. Reyndar benda tvær skoðanakannanir í röð til að Samfylkingin og Vinstri grænt séu ekki fjarri því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Það væri nýlunda. Annað í þessari mynd vekur athygli. Stjórnarflokkarnir hafa það sem af er þessu ári gengið nokkuð á mjög takmarkaðan fjárlagaafgang. Stjórnarandstöðuflokkarnir eyddu honum hins vegar öllum með sameiginlegum tillögum við fjárlagaafgreiðsluna sem kynntar voru sem upphaf nýrrar fjármálastefnu þeirra. Frá fjárlagaafgreiðslunni í desember hafa stjórnarandstöðuflokkarnir aukið útgjaldaloforð sín verulega. Alvarleg vandamál í ríkisrekstrinum eru því að verða ein skýrasta línan í nýju myndverki stjórnmálanna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun