Dómaraskotin verða fastari 1. mars 2007 15:08 Dómararnir 3, Ellý, Einar og Páll Óskar hafa nóg að gera á föstudagskvöldum. Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Í síðastu umferð var það Johanna hin sænska sem féll úr keppni. Hún hafnaði í öðru af tveimur neðstu sætunum, ásamt dúettnum Gís. Þegar kom til þess að dómarnir þyrftu að gera upp á milli þeirra þá valdi Ellý vitanlega að senda Gís heim og halda Johonnu sinni og Palli valdi að senda Johonnu heim og halda Gís-hópnum sínum. Það kom því í hlut Einar Bárðarsonar að fara með úrslitavaldið, enn og aftur. Eftir talsverða íhugun ákvað Einar að senda Johonnu heim. Einar lýsir því í bloggi sínu, bæði í Idol-blogginu á www.minnsirkus.is og á heimasíðu sinni, að þessi erfiða ákvörðun hans hefði ráðist af því að Johanna væri einfaldlega búinn að lenda of oft í tveimur neðstu sætunum, auk þess sem hún klikkaði illa á textanum í viðlaginu á flutningi lagsins "With or Without You" með U2. Einar bendir á að hann hafi tvisvar sinnum verið búinn að leysa Johonnu úr snörunni, en nú hafi tími hennar einfaldlega verið kominn. En í bloggi sínu, sem hann ritaði eftir þáttinn, bendir hann á að hann telji þetta brösótta gengi Johonnu ekkert hafa með hana að gera: "Ef hún hefði verið okkar hópi hefðum við farið aðra leið og þá sérstaklega aðra leið í lagavali. Ég er viss um að hún hefði náð miklu betri árangri með okkur." Þar beinir Einar augljóslega spjótum sínum að Ellý og hennar fólki og skellir sumpart skuldinni á taktík þeirra. Spennandi verður að sjá hvort Ellý svari fyrir þessar ásakanir; fullyrðingar Einars um að Johonnu hefði verið betur borgið undir hans handleiðslu. Þá segist Pall sannfærðum um í bloggi sínu að Johanna þurfi engar áhyggjur að hafa, þótt hún sé fallin úr þessari keppni, hún semji sín eigin lög og að öll slík sköpun veiti á gott. Palli furðar sig einnig í bloggi sínu á því hvers vegna þjóðin skuli ekki meta Gís-dúettinn af meiri verðleikum en raun ber vitni. Tvisvar sinnum hafa þær vinkonur hafnað í tveimur neðstu sætunum en Palli segir af og frá að það hafi nokkuð með það að gera að fólk telji þær skorta sönghæfileika. "Það fer ekki á milli mála að Gís stelpurnar, Guðný Pála og Íris Hólm, eru brjálæðislega góðar söngkonur. Það datt því af mörgum andlitið - og mér líka - þegar þær reyndust vera meðal tveggja neðstu ásamt Jóhönnu." En Palli er með kenningu um það hver vandi þeirra er. Hann telur þær eiga við "ímyndarvanda" að glíma. Að allir hinir keppendurnir hefðu skapað sér ímynd - á meðan ímynd Gís væri ekki eins augljós. Það sýndi mikilvægi ímyndarinnar, hversu nauðsynlegt það væri að finna sér hlutverk í svona keppni. En Palli segir klárt mál að Gís hafi ímynd og það sterka ímynd; þær væru einu rokksöngraddirnar í keppninni og því væru þær "rokkgellurnar" eða "the rock chicks", eins og hann kallar þær sjálfur. "Þær eru einu söngraddirnar sem geta blastað og beltað erfiðustu rokklögum mannkynssögunnar. Þetta er þeirra sérstaða í X-Factor keppninni." Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Í síðastu umferð var það Johanna hin sænska sem féll úr keppni. Hún hafnaði í öðru af tveimur neðstu sætunum, ásamt dúettnum Gís. Þegar kom til þess að dómarnir þyrftu að gera upp á milli þeirra þá valdi Ellý vitanlega að senda Gís heim og halda Johonnu sinni og Palli valdi að senda Johonnu heim og halda Gís-hópnum sínum. Það kom því í hlut Einar Bárðarsonar að fara með úrslitavaldið, enn og aftur. Eftir talsverða íhugun ákvað Einar að senda Johonnu heim. Einar lýsir því í bloggi sínu, bæði í Idol-blogginu á www.minnsirkus.is og á heimasíðu sinni, að þessi erfiða ákvörðun hans hefði ráðist af því að Johanna væri einfaldlega búinn að lenda of oft í tveimur neðstu sætunum, auk þess sem hún klikkaði illa á textanum í viðlaginu á flutningi lagsins "With or Without You" með U2. Einar bendir á að hann hafi tvisvar sinnum verið búinn að leysa Johonnu úr snörunni, en nú hafi tími hennar einfaldlega verið kominn. En í bloggi sínu, sem hann ritaði eftir þáttinn, bendir hann á að hann telji þetta brösótta gengi Johonnu ekkert hafa með hana að gera: "Ef hún hefði verið okkar hópi hefðum við farið aðra leið og þá sérstaklega aðra leið í lagavali. Ég er viss um að hún hefði náð miklu betri árangri með okkur." Þar beinir Einar augljóslega spjótum sínum að Ellý og hennar fólki og skellir sumpart skuldinni á taktík þeirra. Spennandi verður að sjá hvort Ellý svari fyrir þessar ásakanir; fullyrðingar Einars um að Johonnu hefði verið betur borgið undir hans handleiðslu. Þá segist Pall sannfærðum um í bloggi sínu að Johanna þurfi engar áhyggjur að hafa, þótt hún sé fallin úr þessari keppni, hún semji sín eigin lög og að öll slík sköpun veiti á gott. Palli furðar sig einnig í bloggi sínu á því hvers vegna þjóðin skuli ekki meta Gís-dúettinn af meiri verðleikum en raun ber vitni. Tvisvar sinnum hafa þær vinkonur hafnað í tveimur neðstu sætunum en Palli segir af og frá að það hafi nokkuð með það að gera að fólk telji þær skorta sönghæfileika. "Það fer ekki á milli mála að Gís stelpurnar, Guðný Pála og Íris Hólm, eru brjálæðislega góðar söngkonur. Það datt því af mörgum andlitið - og mér líka - þegar þær reyndust vera meðal tveggja neðstu ásamt Jóhönnu." En Palli er með kenningu um það hver vandi þeirra er. Hann telur þær eiga við "ímyndarvanda" að glíma. Að allir hinir keppendurnir hefðu skapað sér ímynd - á meðan ímynd Gís væri ekki eins augljós. Það sýndi mikilvægi ímyndarinnar, hversu nauðsynlegt það væri að finna sér hlutverk í svona keppni. En Palli segir klárt mál að Gís hafi ímynd og það sterka ímynd; þær væru einu rokksöngraddirnar í keppninni og því væru þær "rokkgellurnar" eða "the rock chicks", eins og hann kallar þær sjálfur. "Þær eru einu söngraddirnar sem geta blastað og beltað erfiðustu rokklögum mannkynssögunnar. Þetta er þeirra sérstaða í X-Factor keppninni."
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira