Fótbolti

Berlusconi hefur áhuga á Ronaldinho

NordicPhotos/GettyImages

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segist hafa fullan áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona. Þetta gengur þvert á nýlega yfirlýsingu varaforsetans Adriano Galliani, sem sagði félagið ekki hafa efni á honum.

"Við verðum fremstir í röðinni til að kaupa Ronaldinho," sagði Berlusconi eftir að Milan lagði Chievo í gær. "Ég á ekki von á því að hann sé tryggari félagi sínu en aðrir knattspyrnumenn í heiminum," bætti Berlusconi við, en mikið hefur verið rætt um það að Ronaldinho vilji alls ekki fara frá Barcelona.

Börsungar þurftu í gær að sætta sig við 2-1 tap gegn Sevilla í toppslagnum á Spáni, þar sem þrír leikmenn fengu að líta rautt spjald. Sevilla skaust þar emð í toppsætið og hefur 50 stig - en Barcelona hefur 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×