Carry On, þöglar myndir, heimavöllur VG, grænir skattar 13. mars 2007 20:33 Stundum þegar ég andlaus á kvöldin fer ég að þvælast um á Amazon. Þetta er svolítið eins og að vera staddur í bókabúð, maður fer á milli titla, setur sumt í körfu, hættir svo kannski við að kaupa það. Oftast - sem betur fer. En stundum smelli ég á hnappinn, yfirleitt þegar er orðið áliðið kvölds, og þá er ekki einu sinni víst að ég muni viku síðar hvað ég var að kaupa. Einhver vitlausustu kaup sem ég hef gert bárust með póstinum nú um daginn. Það var safn allra Carry On myndanna sem voru framleiddar á árunum milli 1960 til 1975. Alls þrjátíu myndir. Með þessu leikarastóði sem maður man eftir úr Háskólabíói í gamla daga: Mjói karlinn með hornspangargleraugun (hann hét Charles Hawtrey og kemur fyrir í texta á Bítlaplötu), Sid James með dónalega glottið og andlit eins og það hafi lent í hakkavél, Barbara Windsor, pínulítil, flissandi og brjóstastór, Joan Sims sem leikur skapstyggar eiginkonur og Kenneth Williams, einkennilegur snillingur sem rambar á mörkum þess að vera hómósexúal, stendur nokkur stuggur af konum, sérstaklega hinni matrónulegu Hattie Jacques sem ber ástarhug til hans. Myndirnar eru eiginlega ekkert annað en þessi frábæri leikarahópur. Hann ber þær uppi með endalausum tilbrigðum við kunnuglegar týpur og stef. Umgjörðin er svosem ekki neitt neitt. Þetta er low budget - og varla neitt high brow heldur. Húmorinn er mestanpart tvíræður - en afskaplega saklaus. Gamanið algjörlega græskulaust. Nei, nei, það voru engin mistök að kaupa þetta þótt vaskurinn einn af því væri meira en fimm þúsund krónur. Mér endist ábyggilega ekki ævin til að horfa á þetta allt. En þetta er gaman. Þetta er hið gamla, siðavanda, teprulega England þar sem góður hitapoki þótti ekki síðri en kynlíf. En til að vega upp á móti alvöruleysinu fór ég líka á Amazon í gær og pantaði sovésku stríðsmyndina Komið og sjáið. Ungverska mynd sem heitir Rautt og hvítt eftir furðulegan snilling sem hét MIklós Jancsó og Öskju Pandóru, þýska mynd frá því 1929, ægilegt melódrama, fullt af dekadens. Í raun þykja mér þöglar myndir skemmtilegastar. En ef það verður of þunglyndislegt get ég horft á Terry-Thomas safnið sem ég pantaði fyrir skemmstu. Æ, þið munið - kallinn með snúna yfirvaraskeggið og frekjuskarðið. Hann er alltaf jafn fyndinn. --- --- --- Vandi stjórnmálaflokka sem horfa á Vinstri græna koma á fleygiferð fram úr sér er meðal annars sá að þeir leyfa Steingrími J. og félögum að stjórna umræðunni. Þannig er með Framsóknarflokkinn sem er eilíflega að minna á að Steingrímur hafi orðið tvísaga um virkjanir við Þjórsá. Vandi Framsóknar er bara sá að flokkurinn getur aldrei orðið umhverfissinnaðri en Vinstri græn. Þess vegna er þetta til einskis. Samfylkingin lendir líka ítrekað í þessu. Kannski var einfaldlega mistök hjá Samfylkingunni að kynna stefnuna sem fékk heitið Fagra Ísland? Þannig færði hún baráttuna yfir á heimavöll Vinstri grænna. Margt samfylkingarfólk bíður þess með ofvæni að atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins ljúki. Stóriðjusinnar í flokknum eru orðnir hundleiðir á því að vera í felum eða að þurfa að villa á sér heimildir - kannski breytist staða þeirra aðeins ef stækkunin verður samþykkt? --- --- --- Loftslagsmál eru mjög til umræðu í Bretlandi. Íhaldsflokkurinn liggur ekki á liði sínu. Flokkurinn boðar að hækka þurfi skatta á flugferðir. Tillögur úr herbúðum hans sem bera yfirskriftina Greener Skies ganga út á að fólk borgi flugfargjöld eftir því hvað það ferðast mikið og oft. Þeir sem fljúga einu sinni á ári þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, en viðbótargjald gæti lagst með talsverðum þunga á þá sem fljúga fimm sinnum eða oftar. Málið er er afskaplega umdeilt. Og merkilegt að því leyti að það getur komið illa við marga kjósendur Íhaldsflokksins. Umhverfissinnar hafa fagnað þessu, en flugfélögin eru öndvert á móti. Hvað gera sjálfstæðismenn á landsfundi sínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Stundum þegar ég andlaus á kvöldin fer ég að þvælast um á Amazon. Þetta er svolítið eins og að vera staddur í bókabúð, maður fer á milli titla, setur sumt í körfu, hættir svo kannski við að kaupa það. Oftast - sem betur fer. En stundum smelli ég á hnappinn, yfirleitt þegar er orðið áliðið kvölds, og þá er ekki einu sinni víst að ég muni viku síðar hvað ég var að kaupa. Einhver vitlausustu kaup sem ég hef gert bárust með póstinum nú um daginn. Það var safn allra Carry On myndanna sem voru framleiddar á árunum milli 1960 til 1975. Alls þrjátíu myndir. Með þessu leikarastóði sem maður man eftir úr Háskólabíói í gamla daga: Mjói karlinn með hornspangargleraugun (hann hét Charles Hawtrey og kemur fyrir í texta á Bítlaplötu), Sid James með dónalega glottið og andlit eins og það hafi lent í hakkavél, Barbara Windsor, pínulítil, flissandi og brjóstastór, Joan Sims sem leikur skapstyggar eiginkonur og Kenneth Williams, einkennilegur snillingur sem rambar á mörkum þess að vera hómósexúal, stendur nokkur stuggur af konum, sérstaklega hinni matrónulegu Hattie Jacques sem ber ástarhug til hans. Myndirnar eru eiginlega ekkert annað en þessi frábæri leikarahópur. Hann ber þær uppi með endalausum tilbrigðum við kunnuglegar týpur og stef. Umgjörðin er svosem ekki neitt neitt. Þetta er low budget - og varla neitt high brow heldur. Húmorinn er mestanpart tvíræður - en afskaplega saklaus. Gamanið algjörlega græskulaust. Nei, nei, það voru engin mistök að kaupa þetta þótt vaskurinn einn af því væri meira en fimm þúsund krónur. Mér endist ábyggilega ekki ævin til að horfa á þetta allt. En þetta er gaman. Þetta er hið gamla, siðavanda, teprulega England þar sem góður hitapoki þótti ekki síðri en kynlíf. En til að vega upp á móti alvöruleysinu fór ég líka á Amazon í gær og pantaði sovésku stríðsmyndina Komið og sjáið. Ungverska mynd sem heitir Rautt og hvítt eftir furðulegan snilling sem hét MIklós Jancsó og Öskju Pandóru, þýska mynd frá því 1929, ægilegt melódrama, fullt af dekadens. Í raun þykja mér þöglar myndir skemmtilegastar. En ef það verður of þunglyndislegt get ég horft á Terry-Thomas safnið sem ég pantaði fyrir skemmstu. Æ, þið munið - kallinn með snúna yfirvaraskeggið og frekjuskarðið. Hann er alltaf jafn fyndinn. --- --- --- Vandi stjórnmálaflokka sem horfa á Vinstri græna koma á fleygiferð fram úr sér er meðal annars sá að þeir leyfa Steingrími J. og félögum að stjórna umræðunni. Þannig er með Framsóknarflokkinn sem er eilíflega að minna á að Steingrímur hafi orðið tvísaga um virkjanir við Þjórsá. Vandi Framsóknar er bara sá að flokkurinn getur aldrei orðið umhverfissinnaðri en Vinstri græn. Þess vegna er þetta til einskis. Samfylkingin lendir líka ítrekað í þessu. Kannski var einfaldlega mistök hjá Samfylkingunni að kynna stefnuna sem fékk heitið Fagra Ísland? Þannig færði hún baráttuna yfir á heimavöll Vinstri grænna. Margt samfylkingarfólk bíður þess með ofvæni að atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins ljúki. Stóriðjusinnar í flokknum eru orðnir hundleiðir á því að vera í felum eða að þurfa að villa á sér heimildir - kannski breytist staða þeirra aðeins ef stækkunin verður samþykkt? --- --- --- Loftslagsmál eru mjög til umræðu í Bretlandi. Íhaldsflokkurinn liggur ekki á liði sínu. Flokkurinn boðar að hækka þurfi skatta á flugferðir. Tillögur úr herbúðum hans sem bera yfirskriftina Greener Skies ganga út á að fólk borgi flugfargjöld eftir því hvað það ferðast mikið og oft. Þeir sem fljúga einu sinni á ári þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, en viðbótargjald gæti lagst með talsverðum þunga á þá sem fljúga fimm sinnum eða oftar. Málið er er afskaplega umdeilt. Og merkilegt að því leyti að það getur komið illa við marga kjósendur Íhaldsflokksins. Umhverfissinnar hafa fagnað þessu, en flugfélögin eru öndvert á móti. Hvað gera sjálfstæðismenn á landsfundi sínum?