Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir 15. mars 2007 16:28 Hlynur Bæringsson á von á erfiðu einvígi við Keflvíkinga Mynd/Stefán Karlsson Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. "Maður hefði nú alveg geta ímyndað sér þetta auðveldara í fyrstu umferð en að mæta Keflavík og þetta verður hörkurimma. Við vitum nú ekki alveg hvernig þeir mæta til leiks, hvort þeir verða með Bandaríkjamann eða ekki, en það er ljóst að þeir eru samt með mjög vel mannað lið. Arnar Freyr er svo auðvitað meiddur og þar er erfitt fyrir þá, en Keflavík á nóg af bakvörðum til að bregðast við því. Það skiptir engu máli í hvaða sæti Keflavíkurliðið endaði, þeir eru alltaf erfiðir," sagði Hlynur. En hvernig er stemmingin í Hólminum? "Við hefðum auðvitað vilja vera í betra sæti eftir deildarkeppnina, en við fáum þó heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni. Við erum mjög sáttir við þjálfarann sem við fengum frá Danmörku, það eru allir sáttir við hann og það hefur verið stígandi í liðinu hjá okkur í vetur," sagði Hlynur og sagði Snæfellinga setja stefnuna hátt í úrslitakeppninni. "Við komumst auðvitað í úrslit tvö ár í röð á móti Keflavík á sínum tíma þannig að það væri líklega lélegt að stefna á eitthvað minna en að komast í úrslit. Við viljum auðvitað vinna titilinn eins og öll þessi lið og ég sjálfur verð ekki ánægður með neitt annað. Ég held að yrði ekkert stórslys ef eitthvað annað lið en við myndi landa titlinum - en menn eru á rangri hillu ef þeir ætla sér eitthvað annað en sigur í keppninni," sagði Hlynur brattur. Leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og klukkan 20 mætast KR og ÍR í DHL-höllinni, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. "Maður hefði nú alveg geta ímyndað sér þetta auðveldara í fyrstu umferð en að mæta Keflavík og þetta verður hörkurimma. Við vitum nú ekki alveg hvernig þeir mæta til leiks, hvort þeir verða með Bandaríkjamann eða ekki, en það er ljóst að þeir eru samt með mjög vel mannað lið. Arnar Freyr er svo auðvitað meiddur og þar er erfitt fyrir þá, en Keflavík á nóg af bakvörðum til að bregðast við því. Það skiptir engu máli í hvaða sæti Keflavíkurliðið endaði, þeir eru alltaf erfiðir," sagði Hlynur. En hvernig er stemmingin í Hólminum? "Við hefðum auðvitað vilja vera í betra sæti eftir deildarkeppnina, en við fáum þó heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni. Við erum mjög sáttir við þjálfarann sem við fengum frá Danmörku, það eru allir sáttir við hann og það hefur verið stígandi í liðinu hjá okkur í vetur," sagði Hlynur og sagði Snæfellinga setja stefnuna hátt í úrslitakeppninni. "Við komumst auðvitað í úrslit tvö ár í röð á móti Keflavík á sínum tíma þannig að það væri líklega lélegt að stefna á eitthvað minna en að komast í úrslit. Við viljum auðvitað vinna titilinn eins og öll þessi lið og ég sjálfur verð ekki ánægður með neitt annað. Ég held að yrði ekkert stórslys ef eitthvað annað lið en við myndi landa titlinum - en menn eru á rangri hillu ef þeir ætla sér eitthvað annað en sigur í keppninni," sagði Hlynur brattur. Leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og klukkan 20 mætast KR og ÍR í DHL-höllinni, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti