Fundum Alþingis frestað fram yfir kosningar 18. mars 2007 00:32 MYND/Vilhelm Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi. Kosningar 2007 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi.
Kosningar 2007 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira