Kosningavélar, hönnuð atburðarás, risaþota, Stuðmenn í framboði 23. mars 2007 20:02 Nú er farið að ræsa kosningamaskínur víða um landið. Flokkarnir eiga misgóðar vélar. Vinstri grænir líklega einna lakasta. Það er spurning hvort það háir þeim eitthvað í kosningabaráttunni eða hvort siglingin á þeim sé slík að það skipti engu máli? Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum þótt eiga feiki öfluga kosningavél. Þar eru nú nýjir menn við stjórnvölinn, Andri Óttarsson, Borgar Einarsson og Þórlindur Kjartansson, vinirnir úr Deigluhópnum. Flokkurinn virðist vera með fylgi í kringum 36 prósent - en ætlar sér örugglega meira. Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað ræst út furðu mikinn fjölda fólks á fjögurra ára fresti. Sú saga gengur fjöllunum hærra að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera tilraun til að hringja í alla kosningabæra landsmenn fyrir kosningarnar. Það þarfnast sjálfsagt nokkurs átaks. Kannski er þetta bara ný útgáfa af gömlum brandara sem segir að sé miklu sniðugra að hringja bara beint í smáþjóðina fremur en að eyða peningum i auglýsingar? En þetta gæti samt verið ansi sniðugt á tíma þegar flokkarnir eru að reyna að sammælast um að takmarka auglýsingar - og þykir í rauninni hallærislegt veikleikamerki að auglýsa of mikið. Er ekki hægt að fá símafyrirtæki til að gefa góðan afslátt? --- --- --- Stundum er talað um hannaða atburðarás. Síðustu dagana höfum við séð glæsilegt dæmi um slíkt. Stjórn Faxaflóahafna samþykkir að taka að sér að leggja Sundabraut. Þar er Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi og framsóknarmaður, formaður stjórnar. Borgarstjórn þar sem Björn Ingi situr fagnar framtakinu. Tveimur dögum síðar er gengið á fund þar sem forsætisráðherra, samgönguráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra taka á móti hinum stórhuga framkvæmdamönnum. Allir eru mjög ábúðarmiklir. Eru kannski að koma kosningar? --- --- --- Almennt séð er ég ekki mikill áhugamaður um flug yfir Reykjavik. En í morgun komst ég ekki hjá því að horfa þegar hin stórfenglega þota Airbus 380 var í lágflugi yfir borginni. Mér skilst að hún geti tekið allt að 800 manns í sæti. Vonandi er þá ekki jafn þröngt um þá og í vélum Flugleiða. En þessi flugvél er glæsileg. Já, alveg rosaleg. Ég nefndi það við Kára að hann gæti kannski orðið fugvélaverkfræðingur. Jú jú, sagði hann, flugvélaverkfræðingur, smiður og tónlistarmaður. --- --- --- Jakob Frímann Magnússon virðist ekki vera eini Stuðmaðurnn sem er í framboði. Ef grannt er skoðað á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi má sjá þar í 17. sætinu Valgeir Guðjónsson tónlistarmann, Seltjarnarnesi. Valgeir var líka í Spilverki þjóðanna sem var eins konar hirðhljómsveit vinstri byltingarinnar sem náði hámarki hér árið 1978, kynslóðarinnar sem tók niður storresana, dáði Guðrúnu Helgadóttur, drakk te úr leirkrúsum, fór í Keflavíkurgöngur - og kunni öll Spilverkslögin utan að. En nú er Valgeir semsagt fluttur á Nesið og kominn í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er alltaf gleðilegt þegar fólk heldur sig ekki við gömlu rullurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Nú er farið að ræsa kosningamaskínur víða um landið. Flokkarnir eiga misgóðar vélar. Vinstri grænir líklega einna lakasta. Það er spurning hvort það háir þeim eitthvað í kosningabaráttunni eða hvort siglingin á þeim sé slík að það skipti engu máli? Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum þótt eiga feiki öfluga kosningavél. Þar eru nú nýjir menn við stjórnvölinn, Andri Óttarsson, Borgar Einarsson og Þórlindur Kjartansson, vinirnir úr Deigluhópnum. Flokkurinn virðist vera með fylgi í kringum 36 prósent - en ætlar sér örugglega meira. Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað ræst út furðu mikinn fjölda fólks á fjögurra ára fresti. Sú saga gengur fjöllunum hærra að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera tilraun til að hringja í alla kosningabæra landsmenn fyrir kosningarnar. Það þarfnast sjálfsagt nokkurs átaks. Kannski er þetta bara ný útgáfa af gömlum brandara sem segir að sé miklu sniðugra að hringja bara beint í smáþjóðina fremur en að eyða peningum i auglýsingar? En þetta gæti samt verið ansi sniðugt á tíma þegar flokkarnir eru að reyna að sammælast um að takmarka auglýsingar - og þykir í rauninni hallærislegt veikleikamerki að auglýsa of mikið. Er ekki hægt að fá símafyrirtæki til að gefa góðan afslátt? --- --- --- Stundum er talað um hannaða atburðarás. Síðustu dagana höfum við séð glæsilegt dæmi um slíkt. Stjórn Faxaflóahafna samþykkir að taka að sér að leggja Sundabraut. Þar er Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi og framsóknarmaður, formaður stjórnar. Borgarstjórn þar sem Björn Ingi situr fagnar framtakinu. Tveimur dögum síðar er gengið á fund þar sem forsætisráðherra, samgönguráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra taka á móti hinum stórhuga framkvæmdamönnum. Allir eru mjög ábúðarmiklir. Eru kannski að koma kosningar? --- --- --- Almennt séð er ég ekki mikill áhugamaður um flug yfir Reykjavik. En í morgun komst ég ekki hjá því að horfa þegar hin stórfenglega þota Airbus 380 var í lágflugi yfir borginni. Mér skilst að hún geti tekið allt að 800 manns í sæti. Vonandi er þá ekki jafn þröngt um þá og í vélum Flugleiða. En þessi flugvél er glæsileg. Já, alveg rosaleg. Ég nefndi það við Kára að hann gæti kannski orðið fugvélaverkfræðingur. Jú jú, sagði hann, flugvélaverkfræðingur, smiður og tónlistarmaður. --- --- --- Jakob Frímann Magnússon virðist ekki vera eini Stuðmaðurnn sem er í framboði. Ef grannt er skoðað á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi má sjá þar í 17. sætinu Valgeir Guðjónsson tónlistarmann, Seltjarnarnesi. Valgeir var líka í Spilverki þjóðanna sem var eins konar hirðhljómsveit vinstri byltingarinnar sem náði hámarki hér árið 1978, kynslóðarinnar sem tók niður storresana, dáði Guðrúnu Helgadóttur, drakk te úr leirkrúsum, fór í Keflavíkurgöngur - og kunni öll Spilverkslögin utan að. En nú er Valgeir semsagt fluttur á Nesið og kominn í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er alltaf gleðilegt þegar fólk heldur sig ekki við gömlu rullurnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun