Guðjón Arnar ekki sáttur 25. mars 2007 11:53 Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er ekki ánægður með útkomu flokksins í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn mælist með 4,4 prósent og kemur ekki manni á þing. Þegar flokkurinn mældist hvað hæst í könnunum fór hann vel yfir tíu prósent, en á þeim tíma stóð yfir hávær umræða um innflytjendamál að frumkvæði forystumanna flokksins. Guðjón segir að frjálslyndir þurfi ekki að lyfta þeim málum neitt hærra en orðið er. Flokkurinn muni halda áfram að ræða þessi mál enda sé það nauðsynlegt. Inflytjendamál horfi öðruvísi við á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ástandið snúist fyrirst og fremst um undirboð á launamarkaði. Á landsbyggðinni hafi inflytjendur aðlagast samfélaginu mun betur og margir hverjir orðnir góðir og gildir íslenskir ríkisborgarar. Íslandshreyfingin virðist vera að taka töluvert fylgi af frjálslyndum, en Margrét Sverrisdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslyndaflokksins, leiðir nú lista Íslandshreyfingarinnar í öðru Reykjavíkur kjördæmanna. Guðjón óttast ekki að brotthvarf Margrétar og annarra flokksmanna með henni, muni taka meira fylgi en orðið er frá frjálslyndum. Margir hafi gengið til liðs við frjálslynda að undanförnu. Hann telur að Íslandshreyfingin muni helst taka fylgi af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki þegar líður á kosningabaráttuna. Kosningar 2007 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er ekki ánægður með útkomu flokksins í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn mælist með 4,4 prósent og kemur ekki manni á þing. Þegar flokkurinn mældist hvað hæst í könnunum fór hann vel yfir tíu prósent, en á þeim tíma stóð yfir hávær umræða um innflytjendamál að frumkvæði forystumanna flokksins. Guðjón segir að frjálslyndir þurfi ekki að lyfta þeim málum neitt hærra en orðið er. Flokkurinn muni halda áfram að ræða þessi mál enda sé það nauðsynlegt. Inflytjendamál horfi öðruvísi við á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ástandið snúist fyrirst og fremst um undirboð á launamarkaði. Á landsbyggðinni hafi inflytjendur aðlagast samfélaginu mun betur og margir hverjir orðnir góðir og gildir íslenskir ríkisborgarar. Íslandshreyfingin virðist vera að taka töluvert fylgi af frjálslyndum, en Margrét Sverrisdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslyndaflokksins, leiðir nú lista Íslandshreyfingarinnar í öðru Reykjavíkur kjördæmanna. Guðjón óttast ekki að brotthvarf Margrétar og annarra flokksmanna með henni, muni taka meira fylgi en orðið er frá frjálslyndum. Margir hafi gengið til liðs við frjálslynda að undanförnu. Hann telur að Íslandshreyfingin muni helst taka fylgi af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki þegar líður á kosningabaráttuna.
Kosningar 2007 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira