Tónlist

Snoop Dogg fær ekki vegabréfaáritun

Snoop ásamt dönsurum á sviði í Helsinki fyrir skemmstu
Snoop ásamt dönsurum á sviði í Helsinki fyrir skemmstu Getty Images

Rapparanum og Íslandsvininun Snoop Dogg hefur verið synjað um vegabréfaáritun í Bretlandi. Þar ætlaði hundurinn gamli að koma við á Evrópuferð sinni. Hann reynir nú að fá ákvörðuninni breytt. Snoop, sem er 35 ára var handtekinn á Heathrow-flugvelli á síðasta ári fyrir að valda ólátum.

Hann átti að spila á tónleikum með Sean „Diddy" Combs á Wembley á þriðjudag, svo í Cardiff, Manchester, Glasgow og Nottingham.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Snoop kemst í kast við lögin á þessari Evrópuferð sinni en hann var handtekinn í Stokkhólmi í Svíþjóð fyrir nokkrum vikum. Þá fann lögregla af honum marijúanalykt og handtók hann og vinkonu hans grunuð um fíkniefnamisferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.