Raikkonen á að fá að drekka að vild 25. mars 2007 18:30 Kimi Raikkonen er finnskur töffari. MYND/Getty Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi. Formúla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira