Raikkonen á að fá að drekka að vild 25. mars 2007 18:30 Kimi Raikkonen er finnskur töffari. MYND/Getty Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira