Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju 27. mars 2007 04:28 Rasheed Wallace var bænheyrður í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira