Enn skorar Kobe yfir 50 stig 31. mars 2007 11:11 Getty Images Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira