Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu 1. apríl 2007 19:15 Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt. Fréttir Innlent Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt.
Fréttir Innlent Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira