Vill ekki sjá frumvarp með áætlunum um brottflutning hermanna 3. apríl 2007 14:48 MYND/AP George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. Deila hefur staðið á milli forsetans og þingsins vegna frumvarpsins í nærri tvo mánuði. Demókratar, sem hafa meirihluta á þingi, vilja að allir bandarískir hermenn verði komnir heim fyrir 31. mars á næsta ári en það telur Bush óraunhæft og hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu jafvel þótt það feli í sér mikilvæga fjármuni fyrir herinn. Bush var harðorður í garð þingmeirihlutans í dag og sagði að þingið ætti ekki að segja herforingjum hvernig ætti í að heyja stríði. Aðeins 40 prósent af þeim liðsauka, sem samþykkt hefði verið að senda til Íraks til að reyna að bæta ástandið, væri kominn þangað en samt væru menn að ræða um að kalla herliðið heim áður en árangur næðist. Þá sagði Bush að ef þingið kæmist ekki að niðurstöðu um frumvarp í málinu sem hann gæti skrifað undir fyrir miðjan apríl þyrfti að skera niður í tækjakaupum og tækjaviðhaldi í hernum. Til frekari niðurskurðar þyrfti að koma ef frumvarpið væri ekki orðið að lögum fyrir miðjan maí. Þá ítrekaði Bush að hann væri andsnúinn tímaáætlunum um brottflutning hermanna á þessu stigi og sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn frumvarpi sem fæli slíkt í sér. Bush sagði að enn fremur að ef menn gæfu eftir myndi ringulreið skapast í Bagdad sem gengi að hinu unga lýðræðisríki Írak dauðu. Þá myndi andstæðingum Bandaríkjanna vaxa ásmegin og aukin hætta skapast í Bandaríkjunum. Írak Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. Deila hefur staðið á milli forsetans og þingsins vegna frumvarpsins í nærri tvo mánuði. Demókratar, sem hafa meirihluta á þingi, vilja að allir bandarískir hermenn verði komnir heim fyrir 31. mars á næsta ári en það telur Bush óraunhæft og hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu jafvel þótt það feli í sér mikilvæga fjármuni fyrir herinn. Bush var harðorður í garð þingmeirihlutans í dag og sagði að þingið ætti ekki að segja herforingjum hvernig ætti í að heyja stríði. Aðeins 40 prósent af þeim liðsauka, sem samþykkt hefði verið að senda til Íraks til að reyna að bæta ástandið, væri kominn þangað en samt væru menn að ræða um að kalla herliðið heim áður en árangur næðist. Þá sagði Bush að ef þingið kæmist ekki að niðurstöðu um frumvarp í málinu sem hann gæti skrifað undir fyrir miðjan apríl þyrfti að skera niður í tækjakaupum og tækjaviðhaldi í hernum. Til frekari niðurskurðar þyrfti að koma ef frumvarpið væri ekki orðið að lögum fyrir miðjan maí. Þá ítrekaði Bush að hann væri andsnúinn tímaáætlunum um brottflutning hermanna á þessu stigi og sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn frumvarpi sem fæli slíkt í sér. Bush sagði að enn fremur að ef menn gæfu eftir myndi ringulreið skapast í Bagdad sem gengi að hinu unga lýðræðisríki Írak dauðu. Þá myndi andstæðingum Bandaríkjanna vaxa ásmegin og aukin hætta skapast í Bandaríkjunum.
Írak Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira