Wetterich heldur forystu á Masters 7. apríl 2007 10:16 Tiger Woods er ennþá inni í myndinni á Masters þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik. Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti