Tilhugalíf Steingríms og Geirs 10. apríl 2007 17:51 Eins og staðan er í pólitíkinni núna virðist fjarska ólíklegt að verði hrein stjórnarskipti, þ.e. líklegast er að annað hvort Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur haldi áfram í ríkisstjórn eftir kosningar - nema ríkisstjórnin haldi einfaldlega velli og þeir sitji báðir áfram. Eftir því sem ég hef heyrt af foringjaumræðunum í Sjónvarpinu í gær virðist líklegast nú um stundir að Vinstri grænir fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - og er VG þó sá stjórnmálaflokkur sem mest hefur gagnrýnt aðra flokka fyrir að vera hækjur fyrir íhaldið. Það fer varla framhjá neinum að Geir Haarde og Steingrímur J. Sigfússon eiga í einhvers konar tilhugalífi. Allt í einu er Steingrímur tilbúinn að slá af kröfum um að hækka fjármagnstekjuskattinn, hann er kominn niður í fjórtán prósent og ekkert óhugsandi að hann geti farið neðar. Á móti er Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp stjóriðjustefnu sem er eins og kópíeruð frá Samfylkingunni og felur í sér að bíða eigi með frekari stóriðju þangað til búið er að gera rammaáætlun um orkunýtingu. Eftir stendur Framsóknarflokkurinn sem einn flokka boðar frekari virkjanir og stóriðju. Megi flokkurinn hafa þökk fyrir hreinskilnina og stefnufestuna. Hinir virðast allir boða stóriðjustopp - eða eru þeir bara komnir í feluliti? --- --- --- Einhver ljón kunna þó að vera í veginum. Geir Haarde les stöðuna líklega svo að hægt sé að fara í ríkisstjórn með Steingrími og Ögmundi þrátt fyrir meinta róttæka vinstristefnu þeirra. Hann telur að þeir hafi góð tök á flokki sínum. Það þarf ekki að vera rétt. Ef marka má skoðanakannanir mæta Steingrímur og Ögmundur á þing eftir kosningar með tíu nýgræðinga. Þetta er fólk sem brennur í andanum, langar að bjarga heiminum, er vant alls kyns hugsjónastarfi úti í bæ og vill helst ekki þurfa að gera málamiðlanir. Hvað myndi svona stjórn endast lengi? Myndi hún kannski springa á Palestínumálinu? Og hvað með hinn margumtalaða lista hinna staðföstu þjóða? Verður ekki forgangsatriði fyrir Vinstri græn að Íslendingar verði teknir af honum? Og hvað ætlar svona stjórn að gera í menntamálum? Heilbrigðismálum? Landbúnaðarmálum? Mun hún lækka skatta? Maður trúir því tæplega að verði samstaða um að einkavæða Landsvirkjun. En um að stofna hérna einhvers konar vísi að her eða heimavarnarliði? Og hvaða utanríkisstefnu ætlar svona stjórn að hafa? Fyrir fréttaskýrendur er þetta raunar mjög spennandi stjórnarkostur, svona hreint faglega séð. Það verður nóg að gera. Þarna þyrfti að sætta helstu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum - eða eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn það ekki? Miðjan yrði einfaldlega skilin eftir sem væri mjög sérstakt eftir allt talið undanfarin ár um miðjusækni stjórnmálanna. --- --- --- Ég byrjaði pistilinn á að tala um hrein stjórnarskipti. Þau eru ekki hugsanleg nema Samfylkingin, Vinstri græn og annað hvort Íslandshreyfingin eða Frjálslyndi flokkurinn nái sæmilegum þingmeirihluta. Kaffibandalagið svokallaða virðist raunar vera andvana; að minnsta kosti er bara boðið upp á svart og sykurlaust. Annar valkostur sem er ekki ólíklegur er stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Ég held að í Samfylkingunni séu menn ekkert afhuga þessu - það er einu sinni svo með Framsóknarmaddömuna að hún er þaulvön því að sitja í ríkisstjórn. Hún kann það - ólíkt Ómari Ragnarssyni eða Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Stjórn með þá innanborðs er ekkert sérstaklega lífvænleg - fyrir utan að allt bendir til að fylgið skorti. Maður er ekki beint að sjá þungaviktarfólk flykkjast til liðs við Ómar og Margréti. Framsókn gæti dregist inn á að fara í svona stjórn. Í grasrót flokksins er vilji fyrir því að starfa til vinstri. Sýna vinstri vangann. Margir flokksmenn eru búnir að fá alveg nóg af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og brotinni sjálfsmynd sem hefur fylgt því. Nú er líka eins og Sjálfstæðismenn ætli að skilja Framsókn eftir úti á berangri með stóriðjustefnuna. Varla hjálpar það. Eitt getur þó staðið í veginum. Hinn ógurlegi fjandskapur sem stafar frá Vinstri grænum í garð Framsóknarflokksins. Það er nánast eins og í huga sumra VG-ara sé Framsóknarflokkurinn ekki mennskur. Þeir skilja ekki að hann er þrátt fyrir allt raunverulegt afl í íslenskum stjórnmálum. Hvað meina VG-arar með slagorðinu Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn? Á maður að skilja það sem svo að þeir vilji frekar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? --- --- --- Einar Ólafsson, rithöfundur og félagi í VG, skrifar grein um þetta á vef Ögmundar Jónassonar undir yfirskriftinni Hættum að atast í Framsókn og snúum okkur að Sjálfstæðisflokknum. Einar segir meðal annars:"Stjórnarandstæðingar eru alltof uppteknir af Framsóknarflokknum. Ég hef að vísu ekki gert skipulega könnun á því, en mér finnst eins og meira sé hnýtt í Framsóknarflokkinn en Sjálfstæðisflokkinn. Sá síðarnefndi er nánast stikkfrí meðan atast er í Famsókn. Það er auðvitað svolítið kúl, svo ég nefni áberandi dæmi, að ganga með barmmerki með áletrunum eins og „Aldrei kaus ég Framsókn" eða „Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn?" og níu af hverjum tíu finnst það nokkuð sniðugt. En við skulum athuga það, að fjórir af þessum níu ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Og þeir verða ekki varir við að það sé neitt sérstaklega mikið hnýtt í Sjálfstæðisflokkinn. Jú, jú, auðvitað er það eitthvað gert, en hverfur bara í skuggann af þessum stöðugu skotum á Framsókn. Það er eins og Framsókn beri meginábyrgðina á því sem miður hefur farið í samfélaginu undanfarin ár." Restina af grein Einars má lesa hér. --- --- --- Eitt í lokin. Ég held að Íslendingar ættu að biðja bandaríska háskólaprófessorinn Uwe Reinhardt afsökunar á því hvað þeir eru húmorlausir, hvað þeir taka sjálfa sig skelfing hátíðlega og fyrir að skilja ekki bókmenntalegar skírskotanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Eins og staðan er í pólitíkinni núna virðist fjarska ólíklegt að verði hrein stjórnarskipti, þ.e. líklegast er að annað hvort Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur haldi áfram í ríkisstjórn eftir kosningar - nema ríkisstjórnin haldi einfaldlega velli og þeir sitji báðir áfram. Eftir því sem ég hef heyrt af foringjaumræðunum í Sjónvarpinu í gær virðist líklegast nú um stundir að Vinstri grænir fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - og er VG þó sá stjórnmálaflokkur sem mest hefur gagnrýnt aðra flokka fyrir að vera hækjur fyrir íhaldið. Það fer varla framhjá neinum að Geir Haarde og Steingrímur J. Sigfússon eiga í einhvers konar tilhugalífi. Allt í einu er Steingrímur tilbúinn að slá af kröfum um að hækka fjármagnstekjuskattinn, hann er kominn niður í fjórtán prósent og ekkert óhugsandi að hann geti farið neðar. Á móti er Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp stjóriðjustefnu sem er eins og kópíeruð frá Samfylkingunni og felur í sér að bíða eigi með frekari stóriðju þangað til búið er að gera rammaáætlun um orkunýtingu. Eftir stendur Framsóknarflokkurinn sem einn flokka boðar frekari virkjanir og stóriðju. Megi flokkurinn hafa þökk fyrir hreinskilnina og stefnufestuna. Hinir virðast allir boða stóriðjustopp - eða eru þeir bara komnir í feluliti? --- --- --- Einhver ljón kunna þó að vera í veginum. Geir Haarde les stöðuna líklega svo að hægt sé að fara í ríkisstjórn með Steingrími og Ögmundi þrátt fyrir meinta róttæka vinstristefnu þeirra. Hann telur að þeir hafi góð tök á flokki sínum. Það þarf ekki að vera rétt. Ef marka má skoðanakannanir mæta Steingrímur og Ögmundur á þing eftir kosningar með tíu nýgræðinga. Þetta er fólk sem brennur í andanum, langar að bjarga heiminum, er vant alls kyns hugsjónastarfi úti í bæ og vill helst ekki þurfa að gera málamiðlanir. Hvað myndi svona stjórn endast lengi? Myndi hún kannski springa á Palestínumálinu? Og hvað með hinn margumtalaða lista hinna staðföstu þjóða? Verður ekki forgangsatriði fyrir Vinstri græn að Íslendingar verði teknir af honum? Og hvað ætlar svona stjórn að gera í menntamálum? Heilbrigðismálum? Landbúnaðarmálum? Mun hún lækka skatta? Maður trúir því tæplega að verði samstaða um að einkavæða Landsvirkjun. En um að stofna hérna einhvers konar vísi að her eða heimavarnarliði? Og hvaða utanríkisstefnu ætlar svona stjórn að hafa? Fyrir fréttaskýrendur er þetta raunar mjög spennandi stjórnarkostur, svona hreint faglega séð. Það verður nóg að gera. Þarna þyrfti að sætta helstu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum - eða eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn það ekki? Miðjan yrði einfaldlega skilin eftir sem væri mjög sérstakt eftir allt talið undanfarin ár um miðjusækni stjórnmálanna. --- --- --- Ég byrjaði pistilinn á að tala um hrein stjórnarskipti. Þau eru ekki hugsanleg nema Samfylkingin, Vinstri græn og annað hvort Íslandshreyfingin eða Frjálslyndi flokkurinn nái sæmilegum þingmeirihluta. Kaffibandalagið svokallaða virðist raunar vera andvana; að minnsta kosti er bara boðið upp á svart og sykurlaust. Annar valkostur sem er ekki ólíklegur er stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Ég held að í Samfylkingunni séu menn ekkert afhuga þessu - það er einu sinni svo með Framsóknarmaddömuna að hún er þaulvön því að sitja í ríkisstjórn. Hún kann það - ólíkt Ómari Ragnarssyni eða Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Stjórn með þá innanborðs er ekkert sérstaklega lífvænleg - fyrir utan að allt bendir til að fylgið skorti. Maður er ekki beint að sjá þungaviktarfólk flykkjast til liðs við Ómar og Margréti. Framsókn gæti dregist inn á að fara í svona stjórn. Í grasrót flokksins er vilji fyrir því að starfa til vinstri. Sýna vinstri vangann. Margir flokksmenn eru búnir að fá alveg nóg af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og brotinni sjálfsmynd sem hefur fylgt því. Nú er líka eins og Sjálfstæðismenn ætli að skilja Framsókn eftir úti á berangri með stóriðjustefnuna. Varla hjálpar það. Eitt getur þó staðið í veginum. Hinn ógurlegi fjandskapur sem stafar frá Vinstri grænum í garð Framsóknarflokksins. Það er nánast eins og í huga sumra VG-ara sé Framsóknarflokkurinn ekki mennskur. Þeir skilja ekki að hann er þrátt fyrir allt raunverulegt afl í íslenskum stjórnmálum. Hvað meina VG-arar með slagorðinu Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn? Á maður að skilja það sem svo að þeir vilji frekar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? --- --- --- Einar Ólafsson, rithöfundur og félagi í VG, skrifar grein um þetta á vef Ögmundar Jónassonar undir yfirskriftinni Hættum að atast í Framsókn og snúum okkur að Sjálfstæðisflokknum. Einar segir meðal annars:"Stjórnarandstæðingar eru alltof uppteknir af Framsóknarflokknum. Ég hef að vísu ekki gert skipulega könnun á því, en mér finnst eins og meira sé hnýtt í Framsóknarflokkinn en Sjálfstæðisflokkinn. Sá síðarnefndi er nánast stikkfrí meðan atast er í Famsókn. Það er auðvitað svolítið kúl, svo ég nefni áberandi dæmi, að ganga með barmmerki með áletrunum eins og „Aldrei kaus ég Framsókn" eða „Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn?" og níu af hverjum tíu finnst það nokkuð sniðugt. En við skulum athuga það, að fjórir af þessum níu ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Og þeir verða ekki varir við að það sé neitt sérstaklega mikið hnýtt í Sjálfstæðisflokkinn. Jú, jú, auðvitað er það eitthvað gert, en hverfur bara í skuggann af þessum stöðugu skotum á Framsókn. Það er eins og Framsókn beri meginábyrgðina á því sem miður hefur farið í samfélaginu undanfarin ár." Restina af grein Einars má lesa hér. --- --- --- Eitt í lokin. Ég held að Íslendingar ættu að biðja bandaríska háskólaprófessorinn Uwe Reinhardt afsökunar á því hvað þeir eru húmorlausir, hvað þeir taka sjálfa sig skelfing hátíðlega og fyrir að skilja ekki bókmenntalegar skírskotanir.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun