Fyrirspurnartími hjá ráðherrum á landsfundi 13. apríl 2007 13:13 Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta. Dagskrá tengd fundinum verður langt fram á kvöld en hann heldur svo áfram á morgun og lýkur á sunnudag með ræðu formanss flokksins. Sjálfstæðismenn lofa ungum, jafnt sem öldnum, kjarabótum ef þeir ná að sitja í ríkisstjórn að loknum kosningum. Formaður flokksins boðaði minni skerðingu á námslánum vegna tekna námsmanna og að þeir sem orðnir eru sjötugir geti haldið áfram að vinna án þess að bætur Tryggingastofnunar skerðist á móti. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu landsfundar í gær að sjálfstæðismenn leggi ekki í vana sinn að fara í kosningar með mörg kosningaloforð. Það mátti þó finna mörg loforð í ræðu hans ef grannt var að gáð. Þannig lýsti formaðurinn því hvernig háskólasamfélagið á Íslandi hefði vaxið í stjórnartíð flokksins og fjöldi háskólanema tvöfaldast á tíu árum. Allt þetta unga fólk sæi fram á áhugaverð störf. Það er greinilegt að sjálfstæðismenn gera tilraun til að vera ekki utangátta í umhverfismálum. Formaðurinn undirstrikaði mikilvægi stóriðjunnar fyrir Austfirði, sem væru orðnir samkeppnishæfir við höfuðborgarsvæðið í atvinnumálum og sagði það hljóta að verða keppikefli að landsbyggðin yrði það öll. Og þá að ölduðum, í þeim málaflokki var formaðurinn líka með loforð. Hann minntist samstarfs við Öryrkjabandalagið vegna nýlegra tilllagna Örorkumatsnefndar, þar sem gert sé ráð fyrir að starfsgeta öryrkja verði metin og almannatryggingakerfið bætti það sem upp á vantaði. Hann vildi fara svipaðar leiðir varðandi aldraða. Kosningar 2007 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta. Dagskrá tengd fundinum verður langt fram á kvöld en hann heldur svo áfram á morgun og lýkur á sunnudag með ræðu formanss flokksins. Sjálfstæðismenn lofa ungum, jafnt sem öldnum, kjarabótum ef þeir ná að sitja í ríkisstjórn að loknum kosningum. Formaður flokksins boðaði minni skerðingu á námslánum vegna tekna námsmanna og að þeir sem orðnir eru sjötugir geti haldið áfram að vinna án þess að bætur Tryggingastofnunar skerðist á móti. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu landsfundar í gær að sjálfstæðismenn leggi ekki í vana sinn að fara í kosningar með mörg kosningaloforð. Það mátti þó finna mörg loforð í ræðu hans ef grannt var að gáð. Þannig lýsti formaðurinn því hvernig háskólasamfélagið á Íslandi hefði vaxið í stjórnartíð flokksins og fjöldi háskólanema tvöfaldast á tíu árum. Allt þetta unga fólk sæi fram á áhugaverð störf. Það er greinilegt að sjálfstæðismenn gera tilraun til að vera ekki utangátta í umhverfismálum. Formaðurinn undirstrikaði mikilvægi stóriðjunnar fyrir Austfirði, sem væru orðnir samkeppnishæfir við höfuðborgarsvæðið í atvinnumálum og sagði það hljóta að verða keppikefli að landsbyggðin yrði það öll. Og þá að ölduðum, í þeim málaflokki var formaðurinn líka með loforð. Hann minntist samstarfs við Öryrkjabandalagið vegna nýlegra tilllagna Örorkumatsnefndar, þar sem gert sé ráð fyrir að starfsgeta öryrkja verði metin og almannatryggingakerfið bætti það sem upp á vantaði. Hann vildi fara svipaðar leiðir varðandi aldraða.
Kosningar 2007 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira