Mona, Helle, Geir og Ingibjörg í Silfrinu 13. apríl 2007 18:57 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða þær Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, og Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku. Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar standa yfir nú um helgina og þaðan koma í þáttinn formennirnir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á vettvangi dagsins situr valinkunnt sómafólk, nefna má Pétur Tyrfingsson, Margréti Sverrisdóttur, Óla Björn Kárason og Björgvin Val Guðmundsson, ritstjóra og höfund Bæjarslúðursins á Stöðvarfirði.Þess má geta að nú í miðjum apríl eru liðin átta ár síðan Silfur Egils fór fyrst í loftið. Ég er löngu búinn að missa tölu á því hvað þættirnir eru orðnir margir... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða þær Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, og Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku. Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar standa yfir nú um helgina og þaðan koma í þáttinn formennirnir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á vettvangi dagsins situr valinkunnt sómafólk, nefna má Pétur Tyrfingsson, Margréti Sverrisdóttur, Óla Björn Kárason og Björgvin Val Guðmundsson, ritstjóra og höfund Bæjarslúðursins á Stöðvarfirði.Þess má geta að nú í miðjum apríl eru liðin átta ár síðan Silfur Egils fór fyrst í loftið. Ég er löngu búinn að missa tölu á því hvað þættirnir eru orðnir margir...