Els í forystu á Heritage mótinu 14. apríl 2007 16:48 NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira