Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti 15. apríl 2007 14:41 Felipe Massa fagnar sigrinum í Barein ásamt félaga sínum Kimi Raikkönen AFP Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. Massa var á ráspól eftir tímatökurnar í gær og hann náði mest 10 sekúndna forskoti um miðbik keppninnar. Hamilton náði þó að vinna muninn upp og varð fyrsti nýliðinn til að komast á pall í fyrstu þremur keppnum sínum. Þeir Fernando Alonso, Kimi Raikkönen og Lewis Hamilton eru nú efstir og jafnir í keppni ökuþóra og hafa hver um sig hlotið 22 stig og Massa er kominn með 17 stig. McLaren er í efsta sæti bílasmiða eftir þrjár keppnir með 44 stig, Ferrari hefur 39 stig og BMW hefur 18 stig. Úrslitin í Barein: 1 F Massa (Brasilíu) Ferrari 1:33.27.515 2 L Hamilton (Bretlandi) McLaren -2.360 sekúndum á eftir 3 K Raikkonen (Finnlandi) Ferrari -10.839 4 N Heidfeld (Þýskalandi) BMW Sauber -13.831 5 F Alonso (Spáni) McLaren -14.426 6 R Kubica (Póllandi) BMW Sauber -45.529 Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. Massa var á ráspól eftir tímatökurnar í gær og hann náði mest 10 sekúndna forskoti um miðbik keppninnar. Hamilton náði þó að vinna muninn upp og varð fyrsti nýliðinn til að komast á pall í fyrstu þremur keppnum sínum. Þeir Fernando Alonso, Kimi Raikkönen og Lewis Hamilton eru nú efstir og jafnir í keppni ökuþóra og hafa hver um sig hlotið 22 stig og Massa er kominn með 17 stig. McLaren er í efsta sæti bílasmiða eftir þrjár keppnir með 44 stig, Ferrari hefur 39 stig og BMW hefur 18 stig. Úrslitin í Barein: 1 F Massa (Brasilíu) Ferrari 1:33.27.515 2 L Hamilton (Bretlandi) McLaren -2.360 sekúndum á eftir 3 K Raikkonen (Finnlandi) Ferrari -10.839 4 N Heidfeld (Þýskalandi) BMW Sauber -13.831 5 F Alonso (Spáni) McLaren -14.426 6 R Kubica (Póllandi) BMW Sauber -45.529
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira