Leikjavísir

God of War II á toppnum í Bandaríkjunum

Playstation 2 leikurinn „God og War II" sem Sony framleiðir var mest seldi tölvuleikurinn í mars í Bandaríkjunum. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið NPD Group sem tók saman sölutölurnar.

Leikurinn seldist í 833.000 þúsund eintökum sem er helmingi meiri sala en á Xbox 360 leiknum „Tom Clancy's Ghost Recon Advanced Warfighter" frá Ubisoft sem var í öðru sæti á listanum. Í þriðja sæti var „Guitar Hero II" sem einnig er fyrir Xbox 360.

„Wii play" fyrir Nintendo Wii var í fjórða sæti og „Motorstorm" fyrir Playstation 3 í því fimmta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.