Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2007 11:26 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins." Kosningar 2007 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins."
Kosningar 2007 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira