Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands 2. maí 2007 18:30 Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins. Kosningar 2007 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Hafdísi hafa hótað forræðissviptingu og við það tryllst Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Hafdísi hafa hótað forræðissviptingu og við það tryllst Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira