Íslandshreyfingin fer á taugum, tópasbyltingin, starfslok Bjarna, gamli Moggi 2. maí 2007 23:01 Íslandshreyfingin virðist vera að missa kúlið. Það er kannski ekki furða í ljósi þess hversu fylgið er lítið. Aðeins 2,8 prósent í Reykjavík norður - þar sem fylgið hefði líklega átt að vera mest. Væntingarnar voru talsverðar og vonbrigðin því mikil. Liðsmenn Íslandshreyfingarinnar virðast aðallega fá útrás með því að ráðast á fjölmiðlamenn. Margrét Sverrisdóttir skrifar grein þar sem hún úthúðar fjölmiðlamönnum, finnur umfjöllun þeirra um kosningarnar allt til foráttu - það var byrjað of snemma, það er vont fyrir konur að standa í svona þáttum af því þær eru lægri en karlar, þetta er erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skrefin í pólitík. Margrét staðhæfir síðan að sjónvarpsfólkið sem stjórnar þessum þáttum sé bullandi hlutdrægt. Það hafi verið starfandi í stjórnmálaflokkum, yfirleitt Sjálfstæðisflokknum eða Vöku, eða hafi við ýmis tækifæri látið í ljósi "hver pólitísk afstaða þeirra er". Jamm, svo er nú það. Ég veit eiginlega ekki hvaða fólk Margrét á við. Mér sýnist að stjórnendur þessara þátta komi úr ýmsum áttum og séu almennt að vinna samkvæmt bestu samvisku. --- --- --- Á eftir kosningafundi á Stöð 2 í kvöld réðst á okkur reið kona úr Íslandshreyfingunni. Hún vildi meina að kosningaþættirnir væru svo leiðinlegir að þeir væru að eyðileggja kosningarnar. Vildi meina að þetta væri miklu betra til dæmis í Þýskalandi. Nú má vel vera að Þjóðverjar séu okkur fremri á þessu sviði. Í því landi búa 70 milljón manns og þar hafa þeir nokkrar öflugar sjónvarpsstöðvar. Kannski hafa þeir líka skemmtilegri stjórnmálamenn? Fleiri átakamál? En ég held að þetta sé fyrst og fremst til marks um að Íslandshreyfingin sé að fara á taugum, enda greinilegt að hún kemst hvorki lönd né strönd með boðskap sinn. Þar er ekki fjölmiðlamönnum um að kenna, hlutdrægum eða óhlutdrægum. Ég held að fátt fólk á Íslandi hafi fengið jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin ár og einmitt Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson. Svo held ég að fjölmiðlarnir séu bara að standa sig nokkuð vel. Það er erfitt í sjónvarpsþætti að reyna að gera sex framboðum jafn hátt undir höfði. Þægilegra er til dæmis að stjórna Silfursþætti með fáeinum vel völdum viðmælendum. En sjónvarpsstöðvarnar eru að verja miklum tíma og fé í þessa umfjöllun - og ég er ekki viss um að það sé þeirra sök að þetta er ekki æsilegra. --- --- --- Tópasbyltingin á 1. maí er í meira lagi skopleg. Ég hef ákveðna samúð með göngu verkalýðshreyfingarinnar á 1. maí, en utan á hana hafa í gegnum tíðina hlaðist ýmsir hópar, misjafnlega furðulegir. Í sumum þeirra eru hreinræktaðir vitleysingar eins og til dæmis í byltingarsamtökunum, Fylkingunni og KSML, sem fóru þessar göngur á áttunda áratugnum. Virðing mín fyrir anarkistahópum sem berjast gegn hnattvæðingu er heldur ekki mikil. Þannig að kannski munar ekki svo mikið um eins og eina tópasbyltingu. Fólk sem gengur á 1. maí tekur sjálft sig hins vegar mjög hátíðlega. Þess vegna var tæplega að búast við góðum viðbrögðum við tópaskröfugöngunni. Samkvæmt mínum heimildum voru það félagar úr Palestínuvinafélaginu sem harðast brugðust við, stilltu sér upp og meinuðu tópasliðum för. Þeir hafa náttúrlega flestir komið á herteknu svæðin og kalla ekki allt ömmu sína. Og nú hefur vinstri hreyfingin fengið nýjan óvin til að kljást við - Nóa/Síríus. --- --- --- Þá höfum við það. Geir Haarde ber fullkomið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar. Það eru tíðindi eftir hið fræga Reykjavíkurbréf og síðan athyglisverðan viðsnúning Ástu Möller. Guðmundur Steingrímsson komst ágætlega að orði um þetta í bloggi sínu: Maður á aldrei að taka undir Reykjavíkurbréf. Það er lærdómurinn. Er það samt ekki merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn að hann leggur eiginlega bara fæð á þá sem hafa náð að sigra hann. Þar eru náttúrlega fremst í flokki Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún - aðalóvinir flokksins. Eða hvað hafa þau gert annað á hans hlut? --- --- --- Er ekki Matthías Johannessen um það bil síðasti maðurinn til að vitna í þegar berja þarf á fjölmiðlamönnum? Þetta er maðurinn sem um áratugaskeið ritstýrði Morgunblaði sem helst vildi aldrei nefna ýmsa hluti sem hrjáðu íslenskt samfélag, samtryggingu, spillingu, flokksræði. Alltaf skyldi reynt að hlífa þjóðinni við sannleikanum á síðum Moggans. Hann var höfuðkirkja hræsninnar og skinhelginnar í samfélaginu. Þess vegna var svo gott á sínum tíma þegar fjölmiðlar eins og Helgarpósturinn og DV komu fram. Þeir voru langt í frá óskeikulir, en markmið þeirra var að upplýsa, ekki fela. Matthías tjáir hann sig aldrei um fjölmiðla nema til að vera með eitthvert uppskrúfað drama um hvað þeir séu ósmekklegir og almennt hvað nútíminn sé vondur. Jú jú, það er ýmiss að sakna frá liðinni tíð. En Morgunblað Matthíasar er svo sannarlega ekki eitt af því. Ekki fremur en maður saknar þvælunnar úr gamla Þjóðviljanum. Fjölmiðlar eiga auðvitað að upplýsa þetta Jónínumál - ekki þegja um það eins og Mogginn kýs að gera. Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það. --- --- ---Berglind Steindóttir kemst að því á bloggi sínu að Bjarni Ármannsson gæti einn og sér hækkað skattleysismörkin um 7 þúsund krónur. Merkilegt. Það var annars nefnt í mín eyru í dag að Bjarni væri upplagt fjármálaráðherraefni fyrir annað hvort Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn. Eða skyldi starfslokasamningurinn kannski ekki heimila honum að taka að sér slíkt djobb? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslandshreyfingin virðist vera að missa kúlið. Það er kannski ekki furða í ljósi þess hversu fylgið er lítið. Aðeins 2,8 prósent í Reykjavík norður - þar sem fylgið hefði líklega átt að vera mest. Væntingarnar voru talsverðar og vonbrigðin því mikil. Liðsmenn Íslandshreyfingarinnar virðast aðallega fá útrás með því að ráðast á fjölmiðlamenn. Margrét Sverrisdóttir skrifar grein þar sem hún úthúðar fjölmiðlamönnum, finnur umfjöllun þeirra um kosningarnar allt til foráttu - það var byrjað of snemma, það er vont fyrir konur að standa í svona þáttum af því þær eru lægri en karlar, þetta er erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skrefin í pólitík. Margrét staðhæfir síðan að sjónvarpsfólkið sem stjórnar þessum þáttum sé bullandi hlutdrægt. Það hafi verið starfandi í stjórnmálaflokkum, yfirleitt Sjálfstæðisflokknum eða Vöku, eða hafi við ýmis tækifæri látið í ljósi "hver pólitísk afstaða þeirra er". Jamm, svo er nú það. Ég veit eiginlega ekki hvaða fólk Margrét á við. Mér sýnist að stjórnendur þessara þátta komi úr ýmsum áttum og séu almennt að vinna samkvæmt bestu samvisku. --- --- --- Á eftir kosningafundi á Stöð 2 í kvöld réðst á okkur reið kona úr Íslandshreyfingunni. Hún vildi meina að kosningaþættirnir væru svo leiðinlegir að þeir væru að eyðileggja kosningarnar. Vildi meina að þetta væri miklu betra til dæmis í Þýskalandi. Nú má vel vera að Þjóðverjar séu okkur fremri á þessu sviði. Í því landi búa 70 milljón manns og þar hafa þeir nokkrar öflugar sjónvarpsstöðvar. Kannski hafa þeir líka skemmtilegri stjórnmálamenn? Fleiri átakamál? En ég held að þetta sé fyrst og fremst til marks um að Íslandshreyfingin sé að fara á taugum, enda greinilegt að hún kemst hvorki lönd né strönd með boðskap sinn. Þar er ekki fjölmiðlamönnum um að kenna, hlutdrægum eða óhlutdrægum. Ég held að fátt fólk á Íslandi hafi fengið jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin ár og einmitt Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson. Svo held ég að fjölmiðlarnir séu bara að standa sig nokkuð vel. Það er erfitt í sjónvarpsþætti að reyna að gera sex framboðum jafn hátt undir höfði. Þægilegra er til dæmis að stjórna Silfursþætti með fáeinum vel völdum viðmælendum. En sjónvarpsstöðvarnar eru að verja miklum tíma og fé í þessa umfjöllun - og ég er ekki viss um að það sé þeirra sök að þetta er ekki æsilegra. --- --- --- Tópasbyltingin á 1. maí er í meira lagi skopleg. Ég hef ákveðna samúð með göngu verkalýðshreyfingarinnar á 1. maí, en utan á hana hafa í gegnum tíðina hlaðist ýmsir hópar, misjafnlega furðulegir. Í sumum þeirra eru hreinræktaðir vitleysingar eins og til dæmis í byltingarsamtökunum, Fylkingunni og KSML, sem fóru þessar göngur á áttunda áratugnum. Virðing mín fyrir anarkistahópum sem berjast gegn hnattvæðingu er heldur ekki mikil. Þannig að kannski munar ekki svo mikið um eins og eina tópasbyltingu. Fólk sem gengur á 1. maí tekur sjálft sig hins vegar mjög hátíðlega. Þess vegna var tæplega að búast við góðum viðbrögðum við tópaskröfugöngunni. Samkvæmt mínum heimildum voru það félagar úr Palestínuvinafélaginu sem harðast brugðust við, stilltu sér upp og meinuðu tópasliðum för. Þeir hafa náttúrlega flestir komið á herteknu svæðin og kalla ekki allt ömmu sína. Og nú hefur vinstri hreyfingin fengið nýjan óvin til að kljást við - Nóa/Síríus. --- --- --- Þá höfum við það. Geir Haarde ber fullkomið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar. Það eru tíðindi eftir hið fræga Reykjavíkurbréf og síðan athyglisverðan viðsnúning Ástu Möller. Guðmundur Steingrímsson komst ágætlega að orði um þetta í bloggi sínu: Maður á aldrei að taka undir Reykjavíkurbréf. Það er lærdómurinn. Er það samt ekki merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn að hann leggur eiginlega bara fæð á þá sem hafa náð að sigra hann. Þar eru náttúrlega fremst í flokki Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún - aðalóvinir flokksins. Eða hvað hafa þau gert annað á hans hlut? --- --- --- Er ekki Matthías Johannessen um það bil síðasti maðurinn til að vitna í þegar berja þarf á fjölmiðlamönnum? Þetta er maðurinn sem um áratugaskeið ritstýrði Morgunblaði sem helst vildi aldrei nefna ýmsa hluti sem hrjáðu íslenskt samfélag, samtryggingu, spillingu, flokksræði. Alltaf skyldi reynt að hlífa þjóðinni við sannleikanum á síðum Moggans. Hann var höfuðkirkja hræsninnar og skinhelginnar í samfélaginu. Þess vegna var svo gott á sínum tíma þegar fjölmiðlar eins og Helgarpósturinn og DV komu fram. Þeir voru langt í frá óskeikulir, en markmið þeirra var að upplýsa, ekki fela. Matthías tjáir hann sig aldrei um fjölmiðla nema til að vera með eitthvert uppskrúfað drama um hvað þeir séu ósmekklegir og almennt hvað nútíminn sé vondur. Jú jú, það er ýmiss að sakna frá liðinni tíð. En Morgunblað Matthíasar er svo sannarlega ekki eitt af því. Ekki fremur en maður saknar þvælunnar úr gamla Þjóðviljanum. Fjölmiðlar eiga auðvitað að upplýsa þetta Jónínumál - ekki þegja um það eins og Mogginn kýs að gera. Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það. --- --- ---Berglind Steindóttir kemst að því á bloggi sínu að Bjarni Ármannsson gæti einn og sér hækkað skattleysismörkin um 7 þúsund krónur. Merkilegt. Það var annars nefnt í mín eyru í dag að Bjarni væri upplagt fjármálaráðherraefni fyrir annað hvort Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn. Eða skyldi starfslokasamningurinn kannski ekki heimila honum að taka að sér slíkt djobb?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun