Erlent

Konurnar hafa eyðilagt BBC

Óli Tynes skrifar
Sir Patrick Moore.
Sir Patrick Moore.

Hinn heimsfrægi stjörnufræðingur  Sir Patrick Moore segir að konur séu að eyðileggja BBC sjónvarpsstöðina. Þær séu þar nú í æðstu stöðum og framleiði ekkert nema drasl. Sir Patrick lét þessi orð falla í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan hann byrjaði með sjónvarpsþátt sinn "The Sky at Night."

Í viðtalinu sagði Sir Patrick að konur stjórnuðu nú BBC og þær framleiddu ekkert annað en sápuóperur, matreiðsluþætti, spurningaþætti og eldhúss-leikrit. Svona var það ekki í gömlu góðu dagana, segir hann.

Sir Patrick bergmálar þarna skoðanir Alasdairs Milne sem var sjónvarpsstjóri BBC ár 1982 til 1987. Hann sagði fyrir tveim árum að konur hefðu nú að mestu leyti stjórnað BBC undanfarin 4-5 ár og þær hefðu ekki gert það neitt sérstaklega vel. Undir þeirra stjórn væri stofnunin orðin heimsk, heimsk, heimsk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×