Hérna má sjá fylgi flokkanna skipt eftir kjördæmum. Í þeim kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni í Reykjavík-Suður en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Samfylkingin tapar manni í Reykjavík-Norður og Suðurkjördæmi en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Framsókn tapar fylgi í öllum kjördæmum nema Suður og Vinstri grænir bæta við sig í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Hérna má sjá fylgi flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Í Norðvesturkjördæmi eru Vinstri grænir þeir einu sem bæta við sig fylgi. Hérna má sjá fylgið í Reykjavík-Norður.Í Reykjavík-Norður bætir Sjálfstæðisflokkur við sig einum manni en Vinstri grænir tveimur. Hérna má sjá fylgið í Reykjavík-Suður.Í Reykjavík-Suður komast Frjálslyndir inn með mann og Vinstri grænir bæta einum manni við sig. Hérna sést fylgið í Suðurkjördæmi.Í Suðurkjördæmi bæta Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir við sig einum hver. Hérna sést fylgið í Suðvesturkjördæmi.Í Suðvesturkjördæmi bætir Sjálfstæðisflokkur við sig einum manni og Vinstri grænir tveimur mönnum.