Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 21:44 Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst. Kosningar 2007 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst.
Kosningar 2007 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira