Erlent

Reykingar geta leitt til hærra aldurstakmarks

Jónas Haraldsson skrifar

Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum ætlar sér framvegis að taka tillit til reykinga þegar aldurstakmörk verða ákveðin á bíómyndir.

Þrýstihópar gegn reykingum hafa krafist þess að myndir sem reykt er í fái sjálfkrafa „R" merkingu, sem myndi þýða að börn undir 17 ára aldri þyrftu að vera í fylgd með fullorðnum til þess að komast inn á myndina. Stjórnarformaður kvikmyndaeftirlitsins sagði hins vegar að það væri of langt gengið.

„Kerfið sem við notum til þess að merkja kvikmyndir hefur verið til í rúm 40 ár og er hugsað sem leiðbeiningar fyrir foreldra." sagði Dan Glickman, formaður kvikmyndaeftirlitsins. „Með það í huga höfum við ákveðið að taka reykingar með í reikninginn... Reykingar eru að verða óásættanleg hegðun í þjóðfélaginu og þess vegna gerum við þetta." sagði hann enn fremur.

Gluckman sagði að þrjár meginspurningar yrðu hafðar til hliðsjónar þegar reykingar í kvikmyndum yrðu metnar.

Er mikið um þær?

Sveipar kvikmyndin reykingar dýrðarljóma?

Er eitthvað sem að réttlætir að reykingar séu sýndar í myndinni, svo sem sögulegar ástæður?

Ef svarið við fyrstu tveimur spurningum er jákvætt verður merkingum þeim eðlis bætt sérstaklega á myndirnar.

Vefsíða Hollywood Reporter greinir frá þessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×