Breskur fjármálamaður hefur heitið milljón pundum fyrir upplýsingar sem gætu leitt til fundar hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku.
Stephen Winyard sem er eigandi heilsustöðvar í Skotlandi, bauð fjárhæðina í breska dagblaðinu Times. Ekki er ljóst hvort hægt er að auglýsa tilboðið fyrir almenning í Portúgal vegna laga í landinu. Lögregla tilkynnti í gær að leitin að Madeleine hefði lítinn árangur borið og dregið hefði verið úr umfangi hennar.
Heitir milljón pundum fyrir Madeleine
Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
