Erlent

Leynigestur í hamingju-hænsnabúi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Níu ára gömlum dreng í Bretlandi tókst að unga út eggi sem móðir hans keypti í stórmarkaði í Suffolk. Kjúklingurinn hefur fengið nafnið Celia og kom úr egginu sex vikum eftir að Miles Orford kom því fyrir í hitakassa. Ekki er vitað hvernig eggið frjóvgaðist. Fréttavefur BBC hefur eftir Philip Greenacre hænsnabónda að líklegt sé að ógeldur hani hafi komist á hænsnasvæðið.

Eggið var keypt í Waitrose matvöruversluninni og flokkaðist undir egg frjálsra hænsna.

Móðir drengsins sagði að hann hefði gert nokkrar tilraunir með andaegg, en enn ætti eftir að koma í ljós hvort þær hefðu heppnast.

Francine Raymond frá hænsasamtökum í Bretlandi sagði að venjuleg manneskja gæti ekki greint muninn á frjóvguðu eggi og ófrjóvguðu eggi. Eggið hafi greinilega verið mjög nýtt, því eftir þrjár vikur er ekki möguleiki á útungun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×