Erlent

Vill hermenn bandamanna áfram í Írak

Óli Tynes skrifar
Jalal Talabani ásamt George Bush.
Jalal Talabani ásamt George Bush. MYND/AP

Forseti Íraks sagði í dag að land hans þyrfti bandaríska og breska hermenn í eitt eða tvö ár til viðbótar, til þess að gæta öryggis í landinu. Jalal Talabani lét þess orð falla í ræðu sem hann flutti í Cambridge háskóla, í Bretlandi. "Ég tel að á næsta einu til tveim árum getum við styrkt okkar eigin her og kvatt vini okkar," sagði forsetinn.

Ekki er víst að þessi orð falli í góðan jarðveg í Bretlandi, eða Bandaríkjunum. Þar vill orðið meirihluti íbúa fá hermenn sína heim eins fljótt og auðið er. Helst strax. Engan bilbug er þó að finna á leiðtogum landanna, sem segja að ekki verði horfið frá Írak fyrr en verkefninu þar sé lokið, eins og þeir gjarnan orða það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×