Deilt um auglýsingar á kjörstað 12. maí 2007 19:56 Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó. Kosningar 2007 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó.
Kosningar 2007 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira