Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér 13. maí 2007 02:35 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Kosningar 2007 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Kosningar 2007 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira