Erlent

Máttur auglýsinganna

Óli Tynes skrifar
Húsið þoldi ekki vindfang auglýsinganna.
Húsið þoldi ekki vindfang auglýsinganna. MYND/AP

Fimm hæða íbúðarhús valt framyfir sig í indverska bænum Surat, í gær. Ástæðan var risastór auglýsingaskilti sem höfðu verið sett upp á þaki hússins. Íbúunum tókst að forða sér þegar sást í hvað stefndi. Húsið er gjörónýtt.

Auglýsingafyrirtæki hafði boðið íbúunum góða greiðslu fyrir að fá að setja upp skiltin. Þau voru vandlega fast og akkeruð með þungum sementblokkum. Það sem menn höfðu ekki tekið með í reikninginn var hið mikla vindfang skiltanna.

Þegar húsið byrjaði að halla fram tóku íbúarnir til fótanna. Enginn þeirra þorði að fara inn aftur til þess að bjarga eigum sínum, enda nötraði húsið og brakaði í því. Og svo í einni vindkviðunni féll það framfyrir sig. Efast einhver um mátt auglýsinganna ?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×