Erlent

59 handteknir í Kaupmannahöfn

Kvikmyndatökumenn og ljósmyndarar fylgjast með aðgerðum lögreglu í Kristjaníu.
Kvikmyndatökumenn og ljósmyndarar fylgjast með aðgerðum lögreglu í Kristjaníu. MYND/Jökull Jóhannsson
Eftir óróleika í Kristjaníu í nótt, þar sem 59 voru handteknir, hefur ró komist á að nýju. Átökin á milli mótmælenda og lögreglu voru hörð. Mótmælendur kveiktu bál og loguðu þau enn í morgun. Þá hentu þeir flöskum í átt að lögreglunni. Þrír lögregluþjónar slösuðust í átökunum í gær.

Mótmælin voru vegna þess að rífa átti hús í útjaðri Kristjaníu, sem kallað var Vindlakassinn. Talið er að flestir mótmælenda hafi verið róttæklingar og atvinnumótmælendur. Ekki er hægt að spá fyrir hvernig kvöldið verður en lögregla verður með viðbúnað í hverfinu til þess að koma í veg fyrir hugsanleg átök í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×