Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Jónas Haraldsson skrifar 15. maí 2007 10:51 Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AP Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Erlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Erlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“