Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi 15. maí 2007 12:29 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Ríkisstjórnin kom samn til síns fyrst fundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun eftir þingkosningar. Aðeins eitt mál var á dagskrá, staða mála að loknum alþingiskosningum, og stóð fundurinn í aðeins 20 mínútur. Aðspurður hvernig viðræðum yrði hagað næstu daga sagði Jón Sigurðsson að rætt yrði saman líkt og síðustu daga. Aðstoðarmenn og varaformenn flokkanna kæmu að viðræðunum. Aðspurður sagðist hann telja að allir vildu að mál kæmust á hreint sem fyrst en mönnum lægi þó ekkert óskaplega á. Ríkisstjórnin hefði haldið velli. Jón átti von á því að niðurstaða í viðræðunum lægi fyrir á næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður hvort menn væru nær eða fjær því að endurnýja samstarfið að menn væru á sama stað. Ekkert nýtt væri komið upp. Aðspurður sagði hann ágætar líkur á því að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram en að það væri ekki öruggt. Það réðist á næstu dögum hvort svo yrði. Geir var spurður hvað ráðherrar flokksins hefðu rætt eftir fundinn með framsóknarmönnum og þá sagði hann að þeir hefðu rætt stöðuna. Aðspurður hvort útstrikanir Björns Bjarnasonar og Árna Johnsen hefðu verið ræddar sagði Geir að svo hefði ekki verið. Þær væru í farvegi hjá kjörstjórnum og landskjörstjórn. Hann sagðist aðspurður hissa á útsrikununum en þetta væri í samræmi við reglur sem giltu um kosningar á Íslandi. Geir vildi ekkert segja til um það hvort þetta breytti stöðu Björns Bjarnasonar gagnvart ríkisstjórnarsetu. Kosningar 2007 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Ríkisstjórnin kom samn til síns fyrst fundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun eftir þingkosningar. Aðeins eitt mál var á dagskrá, staða mála að loknum alþingiskosningum, og stóð fundurinn í aðeins 20 mínútur. Aðspurður hvernig viðræðum yrði hagað næstu daga sagði Jón Sigurðsson að rætt yrði saman líkt og síðustu daga. Aðstoðarmenn og varaformenn flokkanna kæmu að viðræðunum. Aðspurður sagðist hann telja að allir vildu að mál kæmust á hreint sem fyrst en mönnum lægi þó ekkert óskaplega á. Ríkisstjórnin hefði haldið velli. Jón átti von á því að niðurstaða í viðræðunum lægi fyrir á næstu dögum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður hvort menn væru nær eða fjær því að endurnýja samstarfið að menn væru á sama stað. Ekkert nýtt væri komið upp. Aðspurður sagði hann ágætar líkur á því að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram en að það væri ekki öruggt. Það réðist á næstu dögum hvort svo yrði. Geir var spurður hvað ráðherrar flokksins hefðu rætt eftir fundinn með framsóknarmönnum og þá sagði hann að þeir hefðu rætt stöðuna. Aðspurður hvort útstrikanir Björns Bjarnasonar og Árna Johnsen hefðu verið ræddar sagði Geir að svo hefði ekki verið. Þær væru í farvegi hjá kjörstjórnum og landskjörstjórn. Hann sagðist aðspurður hissa á útsrikununum en þetta væri í samræmi við reglur sem giltu um kosningar á Íslandi. Geir vildi ekkert segja til um það hvort þetta breytti stöðu Björns Bjarnasonar gagnvart ríkisstjórnarsetu.
Kosningar 2007 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira