Framsókn hikar – Vinstri grænir tilbúnir 15. maí 2007 20:42 Framsókn hikar og Sjálfstæðisflokkurinn hikar líka. Innan beggja flokkanna er andstaða gegn því að treina stjórnarsamstarfið áfram. Hversu mikil alvara er í viðræðum Geirs við framsóknarmenn? Kann að vera að hann viti að þetta sé vonlaust, en telji þetta reynandi til að gera Samfylkinguna og Vinstri græna enn óþreyjufyllri. Að þá sé hægt að fá þá enn ódýrar inn í ríkisstjórn? Reyndar var frá því skýrt í Íslandi í dag að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ættu í afar leynilegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ráðherrar Framsóknar vilja sitja áfram í ríkisstjórn. Eins og bent hefur verið á eru þeir orðnir vanir því að hafa einkabílstjóra og því að þurfa ekki að opna póstinn sinn sjálfir. Það verður dálítið sjokk að verða bara óbreyttir þingmenn eða borgarar eftir tólf ár í ríkisstjórn. En ef Guðni, Valgerður, Magnús, Siv, Jónína og Jón vilja halda áfram í ríkisstjórn á þessum nótum væri í rauninni einfaldara fyrir þau að ganga hreinlega í Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir hafa lagt sig í líma við að stuða framsóknarmenn. Kannski eru það mistök eða kannski plott sem er svo djúpt að enginn skilur það? Morgunblaðið sagði í fréttaskýringu í gær að Ingibjörg Sólrún hefði sýnt sjálfstæðismönnum hroka og þess vegna vildu þeir ekki vinna með henni. Um þetta var ekkert sagt nánar, því var bara slengt fram. Þetta er svo endurtekið í Staksteinum í dag. En hvað gerðist? Hið slæma við ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins er að blaðið lítur á sig sem geranda í pólitík. Þess vegna þarf maður að setja marga fyrirvara við skrifin þar. Mogginn er alltaf að reyna að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja fréttir eða skýra þær --- --- --- Mikið hefur verið fjallað um andstöðu gegn stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eins og hún birtist til dæmis í skrifum manna eins og Einars Sveinbjörnssonar og Péturs Gunnarssonar. Innan VG er líka andstaða gegn því að starfa með Sjálfstæðisflokki. Þar má til dæmis benda á grein sem Páll Hannesson, náinn samstarfsmaður Ögmundar Jónassonar, skrifar á bloggsíðu sína:"Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ber hins vegar dauðann í för með sér fyrir Vinstri græn og má aldrei verða! Fyrir það fyrsta er Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu og verður ekki hnikað í neinu af þeim málum sem flokkurinn vill ná fram. Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd. Hvernig ætlar VG t.d. að díla við Sjálfstæðismenn um Vatnalögin? Mun VG láta þau renna í gegn? Hvað með einkavæðingaráform í mennta- og heilbrigðismálum? Á að slá af andstöðu við þau? Hvað með RÚV? Hvað með utanríkismálin? Hvað með stóriðjustefnuna? Hvað með kvennabaráttuna?Niðurstaðan af slíku samningamakki mun verða að VG mun tapa ærunni, trúverðugleika sínum og það sem alvarlegast er, færa öll viðmið í íslenskri pólitík til hægri. Ef að VG slær af í umhverfismálum, einkavæðingarmálum eða utanríkismálum þá er það óafturkræfur skaði. Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna. Samfylking mun færa sig til vinstri til að rýma fyrir fyrrum kjósendum VG og til að skapa sér bertra svigrúm til að skjóta á VG. Þá mun kannski á endanum rætast draumur Samfylkingar um einn stóran jafnaðarmannaflokk. Rúsínan í pylsuendann verður síðan sú að Samfylkingin mun bæta þriðju svikaákærunni á VG. Þó svo að ásakanir Samfylkingarinnar um meint svik VG við stofnun „stóra jafnaðarmannaflokksins" og um að VG hafi sprengt R-lista samstarfið sé óþolandi bull og út í hött, þá er hætt við að menn telji „svikin við vinstri stjórnina 2007" verst og veita hinum ásökununum sannleiksblæ.Sá hluti VG sem ekki telur sig eiga erindi í Samfylkinguna mun síðan verða munaðarlaus á pólitískum vergangi þar til verðugur arftaki VG hefur verið stofnaður. Af hverju ætti VG að leiða Sjáfstæðisflokkinn til valda? Því verður ekki trúað að óreyndu að forystumenn VG muni fara þá leið. Af hverju ætti það að gerast þegar hrikalegar afleiðingarnar fyrir flokkinn og stefnuna blasa við? Hugsanleg persónuleg óbeit á framsóknarmönnum er hlægileg ástæða í þessu samhengi. Ef að Steingrímur J. telur það frágangsmál að fá afsökunarbeiðni frá Jóni Sigurðssyni vegna rætinna en ómerkilegra auglýsinga frá Framsókn sem beindust að hans persónu, þá verður því ekki trúað að Steingrímur muni ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn fyrr en hann hefur þvingað Sjálfstæðisflokkinn til að biðjast afsökunar á Íraksstríðinu!" --- --- --- Ég les að umboðsmaður Alþingis ætli að skoða ráðningarmál hjá ríkinu tvö ár aftur í tímann. Það má svo sannarlega skoða það. Við bíðum enn eftir því að Björn Bjarnason skipi Jón H. Snorrason sem ríkissaksóknara. Allir lögfræðingar sem ég hef hitt fussa og sveia þegar þetta er nefnt. Það má skoða embættisveitingar víðar. Framsókn hefur stundum verið kölluð "vinnumiðlunin" og ekki að ósekju. Um daginn var mér til dæmis bent á að Helgi S. Guðmundsson, stjórnarformaður Seðlabankans og sérlegur erindreki Framsóknar, væri orðinn framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Hvaða erindi hann á þangað er manni alveg hulið. En í framhaldi af því má geta þess - og það er ábyggilega ekki Helga að kenna - að mér hefur virst að þetta batterí sé einstaklega illa rekið. Þar tala ég sem notandi þjónustunnar. --- --- --- Það er talað um "ómaklegar útstrikanir". Menn hljóta að vera að grínast. Þá er líka hægt að tala um "ómakleg kosningaúrslit". Kannski á barasta ekki að fara eftir kosningaúrslitum ef þau teljast "ómakleg". Á Árna Johnsen er að heyra að þetta skipti eiginlega engu máli. Og hvað Björn Bjarnason varðar, þá er talað um að það jafngildi viðurkenningu Sjálfstæðisflokksins á því að Baugsmálið sé klúður að gera hann ekki að ráðherra. Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína - það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Framsókn hikar og Sjálfstæðisflokkurinn hikar líka. Innan beggja flokkanna er andstaða gegn því að treina stjórnarsamstarfið áfram. Hversu mikil alvara er í viðræðum Geirs við framsóknarmenn? Kann að vera að hann viti að þetta sé vonlaust, en telji þetta reynandi til að gera Samfylkinguna og Vinstri græna enn óþreyjufyllri. Að þá sé hægt að fá þá enn ódýrar inn í ríkisstjórn? Reyndar var frá því skýrt í Íslandi í dag að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ættu í afar leynilegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ráðherrar Framsóknar vilja sitja áfram í ríkisstjórn. Eins og bent hefur verið á eru þeir orðnir vanir því að hafa einkabílstjóra og því að þurfa ekki að opna póstinn sinn sjálfir. Það verður dálítið sjokk að verða bara óbreyttir þingmenn eða borgarar eftir tólf ár í ríkisstjórn. En ef Guðni, Valgerður, Magnús, Siv, Jónína og Jón vilja halda áfram í ríkisstjórn á þessum nótum væri í rauninni einfaldara fyrir þau að ganga hreinlega í Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir hafa lagt sig í líma við að stuða framsóknarmenn. Kannski eru það mistök eða kannski plott sem er svo djúpt að enginn skilur það? Morgunblaðið sagði í fréttaskýringu í gær að Ingibjörg Sólrún hefði sýnt sjálfstæðismönnum hroka og þess vegna vildu þeir ekki vinna með henni. Um þetta var ekkert sagt nánar, því var bara slengt fram. Þetta er svo endurtekið í Staksteinum í dag. En hvað gerðist? Hið slæma við ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins er að blaðið lítur á sig sem geranda í pólitík. Þess vegna þarf maður að setja marga fyrirvara við skrifin þar. Mogginn er alltaf að reyna að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja fréttir eða skýra þær --- --- --- Mikið hefur verið fjallað um andstöðu gegn stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eins og hún birtist til dæmis í skrifum manna eins og Einars Sveinbjörnssonar og Péturs Gunnarssonar. Innan VG er líka andstaða gegn því að starfa með Sjálfstæðisflokki. Þar má til dæmis benda á grein sem Páll Hannesson, náinn samstarfsmaður Ögmundar Jónassonar, skrifar á bloggsíðu sína:"Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ber hins vegar dauðann í för með sér fyrir Vinstri græn og má aldrei verða! Fyrir það fyrsta er Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu og verður ekki hnikað í neinu af þeim málum sem flokkurinn vill ná fram. Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd. Hvernig ætlar VG t.d. að díla við Sjálfstæðismenn um Vatnalögin? Mun VG láta þau renna í gegn? Hvað með einkavæðingaráform í mennta- og heilbrigðismálum? Á að slá af andstöðu við þau? Hvað með RÚV? Hvað með utanríkismálin? Hvað með stóriðjustefnuna? Hvað með kvennabaráttuna?Niðurstaðan af slíku samningamakki mun verða að VG mun tapa ærunni, trúverðugleika sínum og það sem alvarlegast er, færa öll viðmið í íslenskri pólitík til hægri. Ef að VG slær af í umhverfismálum, einkavæðingarmálum eða utanríkismálum þá er það óafturkræfur skaði. Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna. Samfylking mun færa sig til vinstri til að rýma fyrir fyrrum kjósendum VG og til að skapa sér bertra svigrúm til að skjóta á VG. Þá mun kannski á endanum rætast draumur Samfylkingar um einn stóran jafnaðarmannaflokk. Rúsínan í pylsuendann verður síðan sú að Samfylkingin mun bæta þriðju svikaákærunni á VG. Þó svo að ásakanir Samfylkingarinnar um meint svik VG við stofnun „stóra jafnaðarmannaflokksins" og um að VG hafi sprengt R-lista samstarfið sé óþolandi bull og út í hött, þá er hætt við að menn telji „svikin við vinstri stjórnina 2007" verst og veita hinum ásökununum sannleiksblæ.Sá hluti VG sem ekki telur sig eiga erindi í Samfylkinguna mun síðan verða munaðarlaus á pólitískum vergangi þar til verðugur arftaki VG hefur verið stofnaður. Af hverju ætti VG að leiða Sjáfstæðisflokkinn til valda? Því verður ekki trúað að óreyndu að forystumenn VG muni fara þá leið. Af hverju ætti það að gerast þegar hrikalegar afleiðingarnar fyrir flokkinn og stefnuna blasa við? Hugsanleg persónuleg óbeit á framsóknarmönnum er hlægileg ástæða í þessu samhengi. Ef að Steingrímur J. telur það frágangsmál að fá afsökunarbeiðni frá Jóni Sigurðssyni vegna rætinna en ómerkilegra auglýsinga frá Framsókn sem beindust að hans persónu, þá verður því ekki trúað að Steingrímur muni ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn fyrr en hann hefur þvingað Sjálfstæðisflokkinn til að biðjast afsökunar á Íraksstríðinu!" --- --- --- Ég les að umboðsmaður Alþingis ætli að skoða ráðningarmál hjá ríkinu tvö ár aftur í tímann. Það má svo sannarlega skoða það. Við bíðum enn eftir því að Björn Bjarnason skipi Jón H. Snorrason sem ríkissaksóknara. Allir lögfræðingar sem ég hef hitt fussa og sveia þegar þetta er nefnt. Það má skoða embættisveitingar víðar. Framsókn hefur stundum verið kölluð "vinnumiðlunin" og ekki að ósekju. Um daginn var mér til dæmis bent á að Helgi S. Guðmundsson, stjórnarformaður Seðlabankans og sérlegur erindreki Framsóknar, væri orðinn framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Hvaða erindi hann á þangað er manni alveg hulið. En í framhaldi af því má geta þess - og það er ábyggilega ekki Helga að kenna - að mér hefur virst að þetta batterí sé einstaklega illa rekið. Þar tala ég sem notandi þjónustunnar. --- --- --- Það er talað um "ómaklegar útstrikanir". Menn hljóta að vera að grínast. Þá er líka hægt að tala um "ómakleg kosningaúrslit". Kannski á barasta ekki að fara eftir kosningaúrslitum ef þau teljast "ómakleg". Á Árna Johnsen er að heyra að þetta skipti eiginlega engu máli. Og hvað Björn Bjarnason varðar, þá er talað um að það jafngildi viðurkenningu Sjálfstæðisflokksins á því að Baugsmálið sé klúður að gera hann ekki að ráðherra. Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína - það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.