Kaupþingsmótaröðin að hefjast 16. maí 2007 19:13 Golfssamband Íslands hefur skrifað undir samning við Kaupþing banka vegna íslensku mótaraðarinnar í golfi og mun Íslandsmótið ganga undir nafninu, Kaupþingsmótaröðin. Fyrsta mót sumarsins fer fram á Garðavelli við Akranes og hefst á laugardaginn en 123 keppendur eru skráðir til leiks. Kylfingar á mótaröðinni greiddu atkvæði og spáðu í gengi kylfinga í sumar. Sigurpáll Geir Sveinsson var með miklum yfirburðum spáð Íslandsmeistaraitlinum í karlaflokki. Á eftir honum komu Magnús Lárusson og Sigmundur Már Einarsson sem á titil að verja á mótaröðinni. Í kvennaflokki er Ragnhildi Sigurðardóttur spáð Íslandsmeistaraititlinum en Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sem spáð er öðru sætinu, hefur sett stefnuna á titilinn. Athyglisverðar niðurstöður urðu úr kosningu kylfinga um skemmtilegasta golfvöllinn en þar hefur Vestmannaeyjavöllur vinninginn. Eins og undanfarin ár verða sýndir sérstakir þættir um öll mót Kaupþingsmótaraðarinnar á sjónvarpsstöðinni Sýn í sumar.Spá kylfinga fyrir Kaupþingsmótaröðina 2007 Íslandsmeistari karla: 1 Sigurpáll Geir Sveinsson 27% atkvæða 2-3 Sigmundur Már Einarsson 17% - 2-3 Magnús Lárusson 17% - Íslandsmeistari kvenna: 1 Ragnhildur Sigurðardóttir 45% atkvæða 2 Tinna Jóhannsdóttir 28% - 3 Nína Björk Geirsdóttir 16% - Stigameistari karla: 1 Magnús Lárusson 27% atkvæða 2 Sigurpáll Geir Sveinsson 17% - 3 Ólafur Már Sigurðsson 15% - Stigameistari kvenna: 1 Ragnhildur Sigurðardóttir 39% atkvæða 2 Tinna Jóhannsdóttir 27% - 3 Nína Björk Geirsdóttir 15% -Skemmtilegasti golfvöllurinn 1 Vestmannaeyjavöllur 29% atkvæða 2 Garðavöllur 26% - 3 Grafarholtið 24% - 4 Hvaleyrarvöllur 16% - Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golfssamband Íslands hefur skrifað undir samning við Kaupþing banka vegna íslensku mótaraðarinnar í golfi og mun Íslandsmótið ganga undir nafninu, Kaupþingsmótaröðin. Fyrsta mót sumarsins fer fram á Garðavelli við Akranes og hefst á laugardaginn en 123 keppendur eru skráðir til leiks. Kylfingar á mótaröðinni greiddu atkvæði og spáðu í gengi kylfinga í sumar. Sigurpáll Geir Sveinsson var með miklum yfirburðum spáð Íslandsmeistaraitlinum í karlaflokki. Á eftir honum komu Magnús Lárusson og Sigmundur Már Einarsson sem á titil að verja á mótaröðinni. Í kvennaflokki er Ragnhildi Sigurðardóttur spáð Íslandsmeistaraititlinum en Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sem spáð er öðru sætinu, hefur sett stefnuna á titilinn. Athyglisverðar niðurstöður urðu úr kosningu kylfinga um skemmtilegasta golfvöllinn en þar hefur Vestmannaeyjavöllur vinninginn. Eins og undanfarin ár verða sýndir sérstakir þættir um öll mót Kaupþingsmótaraðarinnar á sjónvarpsstöðinni Sýn í sumar.Spá kylfinga fyrir Kaupþingsmótaröðina 2007 Íslandsmeistari karla: 1 Sigurpáll Geir Sveinsson 27% atkvæða 2-3 Sigmundur Már Einarsson 17% - 2-3 Magnús Lárusson 17% - Íslandsmeistari kvenna: 1 Ragnhildur Sigurðardóttir 45% atkvæða 2 Tinna Jóhannsdóttir 28% - 3 Nína Björk Geirsdóttir 16% - Stigameistari karla: 1 Magnús Lárusson 27% atkvæða 2 Sigurpáll Geir Sveinsson 17% - 3 Ólafur Már Sigurðsson 15% - Stigameistari kvenna: 1 Ragnhildur Sigurðardóttir 39% atkvæða 2 Tinna Jóhannsdóttir 27% - 3 Nína Björk Geirsdóttir 15% -Skemmtilegasti golfvöllurinn 1 Vestmannaeyjavöllur 29% atkvæða 2 Garðavöllur 26% - 3 Grafarholtið 24% - 4 Hvaleyrarvöllur 16% -
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira