VG gerir Samfylkingunni tilboð 17. maí 2007 20:59 Eftir dálítið einkennilegt Kastljós sem bar þess merki að spennan hjá sumum er að nálgast suðumark les ég þessa bloggfærslu hjá Árna Þór Sigurðssyni, nýjum þingmanni VG og kannski nánasta ráðgjafa Steingríms J. Hann er beinlínis að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu forsætisráðuneytið í vinstri stjórn. Vinstri grænir hafa ekki verið spenntir fyrir því hingað til. Kannski vegna haturs á Framsókn eða vegna þess að þeir hafa ekki þolað tilhugsunina um að Sólrún fái slíka upphefð. Árni Þór skrifar:"Vinstri græn og Framsóknarflokkur eru sammála um að leggja til við forseta Íslands að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái umboð til stjórnarmyndunar og myndi stjórn þessara þriggja flokka." Það má spyrja hvort einhver alvara sé í þessu eða hvort þetta sé gert til að rugla stöðuna? Tekur Samfylkingin eitthvað mark á þessu? Eða er ekki ljóst að Geir Haarde fær stjórnarmyndunarumboðið á morgun? Er Framsókn með á nótunum? Guðni sagði eitthvað í þessa áttina í Kastljósinu, en hvað segir Jón Sigurðsson? Eru hann og Steingrímur búnir að tala saman um þetta? Á maður að trúa því að Vinstri grænir séu allt í einu komnir í bandalag við Framsókn? Það minnir þá á gamla daga þegar Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki gekk alltaf vel að vinna saman. Svo má líka spyrja hvort Samfylkingin sé í lykilstöðu eftir þetta? Það er alls ekki víst. Ef hún teygir sig of langt á Geir það uppi í erminni að tala við Vinstri græna sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið til viðræðu um R-lista möguleikann fyrr en nú að blasir við að þeir verði skildir útundan. Spurningin er líka hvort Geir hóar ekki bara í Vinstri græna undireins og Sólrún sýnir einhverja tilburði til að mynda vinstri stjórn. Og verða Vinstri grænir þá kannski til í tuskið með Sjálfstæðisflokknum? Annars finnst mér ég yfirleitt skynja fögnuð vegna þess að ríkisstjórnin er hætt. Líka hjá framsóknarmönnum. Kannski var kominn tími á þetta? En þessi texti hans Árna er svo merkilegur að ég stenst ekki mátið að birta restina af honum. Vek sérstaka athygli á að hann segir að Framsókn og VG eigi að gleyma því sem liðið er og að hann er strax farinn að nota nafnið "baugsstjórn": "Reynt hefur verið að halda því fram að tortryggni milli VG og Framsóknar kæmi í veg fyrir samstarf þeirra í ríkisstjórn. Þetta er vitaskuld alrangt. Vinstri græn hafa ALDREI hafnað þeim kosti, enda þótt málefnaágreiningur hafi verið milli flokkanna á liðnum árum, rétt eins og milli Framsóknar og Samfylkingar. En við stjórnarmyndun horfa menn til framtíðar og slá striki yfir hið liðna - nema hvað? Nú er einungis spurning hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veldur félögum sínum á trúnó.is vonbrigðum og bendir á karlinn Geir Hilmar Haarde til að mynda næstu ríkisstjórn. Hver mun nú klúðra hinu sögulega tækifæri? Jafnaðar- og félagshyggjufólk í flokkunum þremur hlýtur að hvetja til þess að mynduð verði öflug velferðar- og félagshyggjustjórn fremur en ríkisstjórn sem mun eiga allt sitt undir fjármálaöflunum í landinu, eins konar baugsstjórn. Það er augljóst að Samfylkingin á næsta leik - við hvern liggja skyldur hennar og trúnaður?" Frekari ritskýringar eru vel þegnar. Lesið einnig pistilinn Ný viðreisn frá því fyrr í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Eftir dálítið einkennilegt Kastljós sem bar þess merki að spennan hjá sumum er að nálgast suðumark les ég þessa bloggfærslu hjá Árna Þór Sigurðssyni, nýjum þingmanni VG og kannski nánasta ráðgjafa Steingríms J. Hann er beinlínis að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu forsætisráðuneytið í vinstri stjórn. Vinstri grænir hafa ekki verið spenntir fyrir því hingað til. Kannski vegna haturs á Framsókn eða vegna þess að þeir hafa ekki þolað tilhugsunina um að Sólrún fái slíka upphefð. Árni Þór skrifar:"Vinstri græn og Framsóknarflokkur eru sammála um að leggja til við forseta Íslands að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái umboð til stjórnarmyndunar og myndi stjórn þessara þriggja flokka." Það má spyrja hvort einhver alvara sé í þessu eða hvort þetta sé gert til að rugla stöðuna? Tekur Samfylkingin eitthvað mark á þessu? Eða er ekki ljóst að Geir Haarde fær stjórnarmyndunarumboðið á morgun? Er Framsókn með á nótunum? Guðni sagði eitthvað í þessa áttina í Kastljósinu, en hvað segir Jón Sigurðsson? Eru hann og Steingrímur búnir að tala saman um þetta? Á maður að trúa því að Vinstri grænir séu allt í einu komnir í bandalag við Framsókn? Það minnir þá á gamla daga þegar Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki gekk alltaf vel að vinna saman. Svo má líka spyrja hvort Samfylkingin sé í lykilstöðu eftir þetta? Það er alls ekki víst. Ef hún teygir sig of langt á Geir það uppi í erminni að tala við Vinstri græna sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið til viðræðu um R-lista möguleikann fyrr en nú að blasir við að þeir verði skildir útundan. Spurningin er líka hvort Geir hóar ekki bara í Vinstri græna undireins og Sólrún sýnir einhverja tilburði til að mynda vinstri stjórn. Og verða Vinstri grænir þá kannski til í tuskið með Sjálfstæðisflokknum? Annars finnst mér ég yfirleitt skynja fögnuð vegna þess að ríkisstjórnin er hætt. Líka hjá framsóknarmönnum. Kannski var kominn tími á þetta? En þessi texti hans Árna er svo merkilegur að ég stenst ekki mátið að birta restina af honum. Vek sérstaka athygli á að hann segir að Framsókn og VG eigi að gleyma því sem liðið er og að hann er strax farinn að nota nafnið "baugsstjórn": "Reynt hefur verið að halda því fram að tortryggni milli VG og Framsóknar kæmi í veg fyrir samstarf þeirra í ríkisstjórn. Þetta er vitaskuld alrangt. Vinstri græn hafa ALDREI hafnað þeim kosti, enda þótt málefnaágreiningur hafi verið milli flokkanna á liðnum árum, rétt eins og milli Framsóknar og Samfylkingar. En við stjórnarmyndun horfa menn til framtíðar og slá striki yfir hið liðna - nema hvað? Nú er einungis spurning hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veldur félögum sínum á trúnó.is vonbrigðum og bendir á karlinn Geir Hilmar Haarde til að mynda næstu ríkisstjórn. Hver mun nú klúðra hinu sögulega tækifæri? Jafnaðar- og félagshyggjufólk í flokkunum þremur hlýtur að hvetja til þess að mynduð verði öflug velferðar- og félagshyggjustjórn fremur en ríkisstjórn sem mun eiga allt sitt undir fjármálaöflunum í landinu, eins konar baugsstjórn. Það er augljóst að Samfylkingin á næsta leik - við hvern liggja skyldur hennar og trúnaður?" Frekari ritskýringar eru vel þegnar. Lesið einnig pistilinn Ný viðreisn frá því fyrr í dag.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun