Erlent

Risavaxnar öldur fletja út hús í Indónesíu

Óli Tynes skrifar
Öldurnar skella á ströndinni með miklum þunga.
Öldurnar skella á ströndinni með miklum þunga.

Risavaxnar öldur hafa eyðilagt hundruð húsa meðfram ströndum Indónesíu í dag. Baðströndum hefur verið lokað fyrir ferðamönnum og fiskimenn halda sig heima. Veðurfræðingar segja að þetta séu hvorki flóðbylgjur vegna jarðskjálfta né árlegra veðurfarsbreytinga. Líklegast sé þetta vegna mikilla vinda á hafi úti.

Öldurnar hafa náð allt að sjö metra hæð upp við ströndina og skella á henni með miklum þunga. Vitað er til þess að einn maður hafi farist, en eignatjón er mjög mikið.

Yfirvöld segja að baðstrendur verði lokaðar þartil öldugangurinn minnkar. Jafnframt verður fiskimönnum ekki leyft að róa fyrr en það gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×