Erlent

Líbanski herinn berst við al-Kæda

Óli Tynes skrifar
Frá Tríplólí.
Frá Tríplólí.

Að minnsta kosti ellefu manns féllu í bardögum milli líbanska hersins og hryðjverkasveita tengdum al-Kæda í norðurhluta landsins í dag. Bardagarnir hófust, eftir að líbanskar öryggissveitir réðust inn í hús í Trípólí til þess að handtaka menn sem grunaðir eru um bankarán í höfuðborginni í gær.

Hryðjuverkasamtökin kallast Fatah al-Islam. Stjórnvöld í Líbanon segja að þau beri ábyrgð á mörgum hryðjuverkum í landinu.

Þau eru einnig sökuð um að vera höll undir Sýrlendinga, og að vilja koma í veg fyrir að settur verði á stofn rannsóknardómstóll vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×