Erlent

Enn barist í Líbanon

Reykur sést hér stíga upp frá flóttamannabúðum Nahr al-Bared í Trípólí.
Reykur sést hér stíga upp frá flóttamannabúðum Nahr al-Bared í Trípólí. MYND/AFP

Þriðji dagur átakanna í Líbanon er nú hafinn. Líbanski herinn hóf árásir á búðir Fatah al-Islam, uppreisnarhópsins sem heldur sig í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum í borginni Trípólí.

Árásin í morgun átti sér stað þrátt fyrir að Rauði krossinn hefði beðið stríðandi fylkingar um vopnahlé svo hægt yrði að hlúa að særðum í Nahr al-Bared. Um 40 þúsund manns búa í búðunum. Átökin eru þau skæðustu í Líbanon síðan borgarastyrjöldinni lauk þar í landi fyrir 17 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×