Erlent

Ein mamma, tveir pabbar

Einföld faðernisdeila í Bandaríkjunum tók heldur betur óvænta stefnu þegar í ljós kom að DNA prófið átti við tvo menn. Mennirnir voru eineggja tvíburar og höfðu báðir sængað hjá sömu konunni með nokkurra klukkutíma millibili - þó án þess að vita af ævintýrum hvors annars. Nú deila þeir um hvor þeirra á barnið þar sem hvorugur vill borga með því.

Réttarsérfræðingar segja engan möguleika á því að skera úr um hvor eigi barnið og því var farið eftir framburði konunnar til þess að ákvarða hver væri faðirinn. Hún sagðist nokkuð viss um að Raymon, sá sem hún svaf með síðar um daginn, sé faðirinn. Richard, tvíburabróðir Raymons, segist sáttur við þá niðurstöðu og segir málið aðeins snúast um það hversu nískur bróðir hans sé.

Fréttavefur ABC sagði frá þessu í gær. Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×