Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Gissur Sigurðsson skrifar 23. maí 2007 07:05 MYND/Daníel Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun. Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun.
Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira