Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Gissur Sigurðsson skrifar 23. maí 2007 07:05 MYND/Daníel Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun. Kosningar 2007 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun.
Kosningar 2007 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira