Erlent

Níu ára njósnamyndband Litvinenko birt

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Níu ára gamalt myndband með fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko og tveimur öðrum rússneskum njósnurum hefur litið dagsins ljós. Myndbandið átti einungis að birta ef einhver mannanna yrði myrtur. Þar segja þeir frá fyrirskipunum að ofan um að myrða háttsetta menn, eins og útlæga viðskiptamanninn Boris Berezovsky. Mennirnir segjast einnig óttast um líf sitt og sinna nánustu.

Myndbandið er tekið árið 1998 þegar fréttamaðurinn Sergei Dorenko tók viðtal við mennina. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Auk Litvinenko eru á myndbandinu fyrrum njósnararnir Alexander Gusak og Andrei Ponkin. Myndbandið er tekið seint að kvöld í húsi utan við Moskvu og í því kemur fram að mennirnir vissu að líf þeirra væru í hættu.

Myndbandið kemur nú fram þegar Bretar reyna að semja við Rússa um framsal á Andrei Lugovoi sem grunaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×