Erlent

Ísraelar handtóku háttsetta Hamasmenn í nótt

Ísraelskar hersveitir réðust inn á Gaza í morgun og handtóku fleiri en 30 háttsetta Hamas menn. Á meðal þeirra voru ráðherrar, þingmenn og borgarstjórar. Sá hæst setti var menntamálaráðherra Palestínu, Nasser Shaer.

Ísraelar gerðu í gær loftárásir á þrjá staði sem þeir sögðu hýsa fjáröflunarstarfsemi fyrir Hamas samtökin. Þrír særðust í þeim árásum. Fleiri en 40 palestínumenn hafa látið lífið í loftárásum Ísraela á Gaza undanfarna viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×