Erlent

60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin

Óli Tynes skrifar

Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang.

Allt bendir til þess að sprengingin hafi orðið í olíugeymi ver verið var að vinna við viðhald á. Geymirinn er í eigu fyrirtækisins Vest-Tank. Sjónarvottar segja að fyrst hafi orðið ein rosaleg sprenging og síðan margar smásprengingar.

Slökkviliðið einbeitir sér að því að reyna að verja aðra geyma fyrir eldinum, en ekki er óhætt fyrir það að fara of nálægt meðan enn má búast við sprengingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×